Skírnir - 01.01.1853, Síða 45
49
meiri valda á Frakklandi en honum voru heimil á
löglegan hátt, ogþótti Englendingum ekki örvænt, ab
hann mundi byrja einhverja styrjöld, og ef til vill
rábast á England, því ekki þótti líklegt, ab sá mabur
mundi horfa í ab rjúfa fribinn, er ekki hafbi svífzt
ab rjúfa eiba sína vib þjóbina, og hneppa hana aptur
undir einveldib. Jóni lávarbi virtist því naubsyn
bera til ab auka landvarnarlibib, ef útlendur her
kynni ab komast í land, því þó ab Englendingar
hafi fiota svo mikinn, ab engin ein þjób kemst í
samjöfnub vib þá ab skipakosti og öbrum herbúnabi
á sjó, þá er nú orbib öbru vísi ástatt en fyrrum,
hefur verib, því nú eru llest herskip orbin gufuskip,
svo ab Frakkar t. a. m. þyrftu nú ekki nema stund
úr degi til ab koma stórum herflokkum yfir á Eng-
land. þetta vita Englendingar og fjellust menn því
fúslega á frumvarpib sjálft, nema verzlunarfrelsis-
mennirnir, sem horfbu í kostnabinn; en frumvarpib
fór því fram, ab lartdvarnarlib þetta skyldi vera í
einstökum stöbum, og skyldi ekki mega hafa lib
þetta utanhjerabs, nema ef brýn naubsyn bæri til,
t. a. m., ef her væri kominn í land. þetta líkabi
Palmerston ekki; hann vildi liafa almennt land-
varnarlib, eins og verib hefur á Englandi um langa
æfi, og vildi hann láta fjölga því, sem þörf þætti.
Jón var fastur á uppástungu sinni, og þótti land-
varnarlib í hjerubum kostnabarminna, en þegar til
atkvæba kom, urbu atkvæbi fleiri meb breytingar-
atkvæbi því, sem Palmerston hafbi gjört, og sagbi
þá Jón og allir rábgjafarnir sig úr völdum.
Nú urbu tollverndarmenn, sem 1851 höfbu ekki
4