Skírnir - 01.01.1853, Síða 60
64
völdum, vonubu einvaldarnir í Austurríki og Rúss-
landi, aB þeir mundu geta fengife sfjórn Englands
til ab framselja, eBa ab minnsta kosti til aB reka úr
landi menn úr ríkjurn þeirra, er gjörBir höfBu veriB
útlægir fyrir stjórnsakir, en þetta brást þeim, og
Granville lávar&ur svarabi þeim sköruglega, og kvaö
Englendinga aldrei mundu níbast á gestum sínum;
hann minnti konungana líka á, aí) þeir spilltu fyrir
sjálfum sjer me& þessari bæn sinni, því ekki væri
örvænt, aö þeir kynnu sjálfir ab þurfa húsaskjóls,
eins og t. a. m. LoBvík Philip, Frakkakonungur, nú
fyrir skemmstu, og væri þeirn þá betra ab eiga at-
hvarf áEnglandi, því ef ab útlægir þjóbveldismenn
væru reknir burt þa&an, þá yrbu lögin ab ganga
jafnt yfir alla, svo ab konungar og aBrir höfbingjar
hefBu þar þá ekki heldur hælis ab leita. þetta
svar máttu þeir láta sjer lynda á meginlandinu.
Ekki er annaB teljandi af viBskiptum Englendinga
vib abrar þjóbir íNorburálfu, en afskipta þeirra vib
þjóbir í öbrum heimsálfum getum vjer, þegar vjer
segjum frá nýlendum þeirra í öbrum heimsálfum
og Sambandsríkjunum í Norbur-Ameriku.
Hin voldugu nýlenduríki Rreta taka allt af slík-
um framförum ab undrum gegnir; þó hafa þau
hvergi þróast eins fljótt og vel og í Eyjaálfunni, og
má kalla ab Englendingar eigi þar nú öll lönd,
sem nokkub kvebur ab. Auk Nýja-Sjálands og eyj-
arinnar, Van Diemens land$, er nú hafa fengib
frjálslega stjórnarlögun, og margra annara eyja í
þeim höfum, hafa þeir stórar nýlendur á meginlandi
Eyjaálfunnar, Nýja-Hollandi, og byggja þeir ab lík-