Skírnir - 01.01.1853, Blaðsíða 64
68
landinu, fór hann þá upp til fjalla og tók a& leita
í ánum og fann þegar mikif) af gulli. SagSi hann
undir eins mönnum, er bjuggu í borg skammt þaSan,
frá fundi sínum, og sýndi þeim gulliS; fóru menn
nú a<b grafa, og fundu sífellt fleiri og betri námur.
Nú komst allt í uppnám. Allir, er vetlingi gátu
valdib, flykktust úr borgunum upp í námurnar og
hættu allri \innu sinni, svo ab borgirnar stó&u nærri
aubar af mönnum. þó varb ákafinn enn meiri er
stór steinn fannst, er vóg 30 fjórSunga, sem 10 fjórb-
ungar (hjerumbil 48000 dala virSi) af hreinasta gulli
var í. I septembermánuöi 1851 fannst líka gull í
annari nýlendu Englendinga, sem liggur vestar á
suburströnd Nýja-Hollands og heitir Victoria. þar
var guliiö enn meira og slík uppgrip voru þar í
Alexanderfjalli, aö um eitt leiti voru 60000 manna aÖ
grafa þar gull áriö sem leiö, og eptir því sem menn
ætla á, hefur veriö grafiö gull fyrir 60 millíónir dala
á Nýja-Hollandi 1852.
þaö má geta nærri, aö fjarskamikil breyting hafi
oröiö á lífernisháttum manna í þessu undra landi,
aö margs konar atvinnuvegir hafi fengiö mikinn
hnekkir, þegar menn hlupu hópurn saman frá vana-
vinnu sinni til aö grafa gull, enda kvab svo mikiö
aö því, aö ekki fengu menn skyrtu þvegna, heldur
urím menn aö kaupa nýja, þegar þeir vildu hafa
skyrtuskipti, og æösti dómarinn í borginni Metbourne
varö aö láta syni sína bera sig á stóli í dóminn,
þegar hann var lasinn , því vinnufólkiö var strokiö
í gullnámurnar meö hestana, svo aö hann gat ekki
ekiö í vagni. Ekki þarf þó aö líkindum aö óttast,