Skírnir - 01.01.1853, Page 66
steinar og efniviíiur er þar beztur í heimi til skipa-
smífeis og húsagjörbar. þar er harbstjóm eins og
vibast hvar í Austurálfu, og keisarinn er beinlínis
kallabur drottnari yfir lífi og limum þegna sinna;
líka hefur hann þá nafnbót, ab hann er kallabur “hinn
gullfætti”; vald hans er ekki takmarkab í ncinu nema
ab hann má ekki taka giptar konur til samlags sjer.
Fjárstjórn ríkisins er mjög einföld og óbrotin, því
keisarinn tekur tiunda hlut af öllum ávöxtum, inn-
fluttum og útfluttum vörum o. s. frv., og þar ab auki
hvab sem honuii]_ lízt. 1824 komust Birmenn í
stríb vib Englendinga, nábúa sína. Englendingar
fóru vel meb hernabi sínum, og þyrmdu landsfólk-
inu og urbu því landsmenn afskiptalitlir um stríbib,
og neyddu Englendingar keisarann til ab semja frib
og fengu þeir þá mikinn hluta af vesturströndinni,
hjerumbil 1700 ferhyrningsmílur ab stærb. Nú hafa
Birmenn byrjab stríb ab nýju, og eru Englendingar
búnir ab vinna borgina Rangoon, sem er bezti verzl-
unarstabur Birmanna vib sjó, og hefur ágæta höfn.
Síban hafa þeir brotizt lengra inn í landib og tekib
borgina Prome; þeir urbu ab halda kyrru fyrir
meban ab regntíbin hjelzt, en nú er stríbib aptur
byrjab, og höfbu Englendingar, þegar seinast frjettist,
tekib mikinn hluta lands undir stjórn Englands og
kemst ab líkindum fribur á innan skamms; Eng-
lendingar áskilja sjer líklega lönd þau, er ab sjó
liggja, og eflir þab án efa mjög verzlun þeirra í
Austurálfu.
þab virbist í fyrsta áliti undarlegt, ab Englend-
ingar skuli enn ekki þetta árib hafa getab brotib á
bak aptur ránsflokka Kaffa, er gjöra nýlendu þeirra