Skírnir - 01.01.1853, Page 71
75
er þyrnum stráöur, eins er líka opt barátta og stríb
samfara endurfæbingu þjóbanna.
þegar Kossuth kom til Sambandsríkjanna var
honum ákaflega vel fagnab, en þó ab stjórnendur
tækju vel á móti honum og lýstu því yfir, aB þeir
hörmu&u mjög afdrif þau, er frelsistilrauuir Ungverja
hef&u haft, gat hann þó undir eins sjeb, ab ekki
mundu þeir skerast neitt í leikinn, og þó ab hon-
um gæfist mikib fje, er hann ferbabist um Sam-
bandsríkin, og hann gæti því keypt ýmsan herbún-
ab, er þó ekki líklegt ab honum eba Ungverjum
komi þab ab miklu haldi fyrst um sinn.
Góbur fribur hefur verib í Sambandsríkjunum
þetta ár og hvergi borib á óeyrbum, nema ef telja
skal, ab embættismenn þeir, sem þjóbþingib sendi
til hjerabsins Utah, þar sem trúarllokkur Morrnons
býr (sbr. Skírni 1851), til ab koma góbu skipulagi
á í stjórn landsins og dæma í málum manna, urbu
ab hverfa aptur svo búnir. Mormónar, og einkum
æbsti prestur þeirra Brigham Young, tóku þung-
lega bobum þjóbþingsins, og vildu ekki í neinu hlýbn-
ast sendimönnum þess; fundu þeir þab einkum til,
ab sendimennirnir væru ekki sinnar trúar. þar á
ofan tóku þeir af sendimönnum fje mikib, er þeir
höfbu meb ab fara, og hafbi þingib sent fje þetta
til ýmislegra ríkisstarfa og til ferbakostnabar fyrir
þá menn, er hjerabib átti ab senda til þjóbþingsins.
Sendimenn þessir segja illa frá Mormónum; þeir
kvab gjöra öllum harbleikib, er abra trú hafa, og
æbsti prestur þeirra, sem hefur takmarkalaust vald
bæbi í andlegum og veraldlegum málum, lifir í mesta
ólifnabi.