Skírnir - 01.01.1853, Síða 74
78
var málaflutningsmaíiur í föíiurborg sinni Hills-
borough, til forseta, og smátt og smátt fjekk hann svo
mörg atkvæ&i, a& hann loks var kosinn meb svo
miklum atkvæbafjölda, a& varla hefur neinn ríkis-
forseti í Sambandsríkjunum fengib jafnmörg atkvæ&i.
Frankiín Pierce er ætta&ur úr Nýju-Hampshire
og sonur Benjamíns Pierce, er iengi var þar ríkis-
forseti, og átti í mörg ár setu á allsherjarþingi Sam-
bandsríkjanna. Benjamín Pierce var herstjóri, hann
hafbi fyrrum verib í mörgum bardögum í frelsisstríbi
Sambandsríkjanna, og sýnt gó&a framgöngu. Eptir
stríbiö keypti hann sjer jörö og bjó búi sínu; hann
átti níu börn. Hann var sparsamur maÖur og ráb-
settur, og lagöi allan hug á ab ala vel upp börn sín.
Franklín Pierce er fæddur 1804, og ólst upp
heima hjá föbur sínum, og var settur til mennta.
Skólabróbir hans einn hefur lýst honum svo, a&
honum hafi gengib seint ab læra allt, en hafi þó
tekib undramiklum framförum sökum iími sinnar
og kappsemi. Síban fór hann a& nema lög, og a&
því búnu gjör&ist hann málaflutningsma&ur. I fvrsta
sinn, er hann flutti mál, bei& hann algjörlegan ósig-
ur, og tók þá gamall og reyndur lögfræ&ingur a&
hughreysta hann, og sag&i, a& í annab sinn mundi
betur ganga. Franklín þakka&i honum or& sín, en
kva&st ekki þurfa hughreystingar vi&, því þó a& sjer
mistækist niu hundrub níutíu og níu sinnum, sag&ist
hann mundi reyna í þúsundasta skipti. þa& Iei&
reyndar á löngu, á&ur en hann yr&i talinn me&
beztu málaflutningsmönnum í borg sinni, en þó var&
þa& a& lyktum; sí&an var hann kosinn á allsherjar-
þing, og sýndi þar hinn mesta dugna& einkum í