Skírnir - 01.01.1853, Síða 81
85
ekkert sögulegt hefur oröi& úr því. Rosas, sem
hefur verib har&stjóri í Buenos Ayres, var steypt
úr völdum, og komst þar snöggvast á þjófcstjórrr, en
skömnui seinna reif Urqiriza, hershöffeingi, sem
haföi veriö fyrir mótstööumönnum Rosas, æ&stu völd
undir sig og nú er þar allt í uppnámi. Keisaraveldib
Brasilía er eina ríkib í Subur-Ameriku, þar sem
landstjórn gengur dável. Stjórnin er takmörkuö, og
keisarinn hefur ekki reynt neitt til a& auka vald sitt
og minnka rjettindi þjó&arinnar, fjárhagur ríkisins
er í góbu lagi og afli þess fer ó&um vaxandi; keis-
arinn hefur líka reynt meb öllu móti aí> koma í veg
fyrir þrælaverzlunina, sem á&ur hefur tí&kazt þar svo
mjög, og fer hún nú ó&um minnkandi. þannig
reynist þab einnig í Vesturheimi, ab hinir katólsku
ni&jar rómverskra þjóða hafa lítiö lag á a& stjórna
sjer, og ekki gagnar þeim þjó&veldisnafni&, þegar
þeir kunna ekki me& þa& a& fara.
III.
GOTNESKAR þJOÐIR.
Frá
J) j ó ð ve rj u m.
1848 vöknu&u þjó&verjar af draumi, eins og
tlestar a&rar þjó&ir meginlandsins; þeir vöknu&u til
a& starfa, til a& hrinda einhverju í lag hjá sjer. þaö
sem beinast lá viö og brýnust nau&syn var á, var
a& koma einhverri einingu á þessa hina fjölmennu
þjóö, sem nú greinist í fleiri en 30 smáríki. En
tvídrægnin , þetta vonda átumein allrar einingar og
fjelagsskapar, ónýtti vi&bur&i þeirra, og sjálfir ur&u