Skírnir - 01.01.1853, Síða 89
93
hafa þetta ár ætt yfir Jrjóbverjaland, eins og logi
yfir akur. Arnoldi biskup í Tríer, sem kunnur er
af kyrtilsögunni, hefur bannaí) a& kenna heimspeki,
en hvetur menn í ákafa til aí> byggja klaustur.
Jesúmenn, sem kunpir eru af orbtaki þeirra, umibi&
helgar mebalib”, og dulgy&ismenn hafa verib starf-
samir og “þjónustusamir andar” til a& bo&a kat-
ólska trú. J>eir hafa teki& a& sjer gu&fræ&iskennslu
í skólunum. Ví&a hefur kennurum í heimspeki og
náttúrufræ&i veri& viki& frá embættum, vegna þess
a& klerkum og biskupum hefur þótt, a& kenningar
þeirra væru ekki samkvæmar heilagri ritningu. þeir
ganga vel fram til a& safna peningum og stofna
fjelög handa klaustrum. Einkum kve&ur a& þessu
í Rínlöndunum, þar er byggt hvert klaustri& á fætur
ö&ru, og í Akkensborg einni er búi& a& byggja 10
klaustur. Au&ugar og tíginbornár konur gefa fje
sitt til klaustranna, hafna gæ&um heimsins, og loka
sig þar inni, og hvlja fegur& sína me& nunnublæunni.
Fjelög þau, sem hjer og hvar eru stofnu&, til aö
standa fyrir fjárgjöfum til klaustranna, hafa aukizt
mjög þetta ári& bæ&i a& tölu og fjelagsmanna fjölda.
I Prússlandi fara Jesúmenn um me&al prótestanta
og bo&a þeim katólska trú, og geta prótestantar
ekki sje& vi& slæg& þeirra, og láta teljast af tölum
þeirra og fagurmælum. Af Jesúmönnum eru þeir
nafnkenndastir, Hasslacher, Pottgiesser og Ander-
luti. J>eir hafa fer&ast tvisvar til Danzigar til a&
bo&a þar trú. I Schlesíu hafa Jesúmenn líka veri&
mjög ákafir; í borginni Mynsterberg lofu&u þeir
mönnum, sem vildu hlý&a rækilega á þá, og halda
langar bænir vi& kross Jesúmanna, fyrirgefning og