Skírnir - 01.01.1853, Page 99
103
finnast nokkur sá, er ekki sje fús til ab taka Ijá
eí)a sver?) í hönd til aö heyja hina síÖustu orrustu”.
Austurríki, Kirkjuríkið, Modena, Parma og
Toscana hafa gjört samning sín á milli um, aö
leggja járnbraut eina mikla frá Piacenza gegnum
Parma til fíeggio, og gengur annar armur járnbraut-
arinnar frá Manlúa og til Reggio, og þaðan aptur
til Bologna og svo til Prato. Fjelag, sem stendur
fyrir rafsegulþráöum í Austurríki og þjóðverjalandi,
hefur átt fund meö sjer, og talað um, aö láta cinn
ná frá Vínarborg til Miinchen og þaöan til Berl-
innar og Dresilen, og annan til Hrossagarös.
Frá
S v eiss u m.
þetta fámenna þjóöveldi hefur átt viö ramman
reip aö draga, aö verjast áföllum yfirgangs og of-
ríkis bæöi af hálfu Austurríkis, Prússlands og Frakk-
lands, þó hafa þeir meö allri alúö reynt til aö hopa
ekki fyrir ofurelli þessu. þetta lýsir sjer i málun-
um um fióttamennina og um fylkiö NeufchateL
Menn frá Frakklandi og Austurríki hafa flúiö til
Sveissa, til aö leita þar skjóls og hælis fyrir ofsókn-
um stjórnenda sinna, þvi Sveissaland er griöastaöur
þeirra, eins og hvert annaö frjálst land í Noröurálf-
unni. Stjórn Frakka hefur nú verið að senda banda-
ráöinu í Sveisslandi hvert brjefiö á fætur ööru um,
aö reka þessa flótlamenn úr landi og synja þeim
alls trausts; hins vegar hafa þeir hótaö þeim höröu,
og sagzt mundu setja herliö á landamæri til að gæta
þess, aö engir frakkneskir flóttamenn næöu aö Jeita