Skírnir - 01.01.1853, Blaðsíða 119
123
breytingu og breytingu á kosningarlögum til næsta
þings. Stjórnin birti og reikningsáætlunina fyrir
næstkomanda ár, og átti hún ab vera gild, þóttþingib
yr&i ekki haldib fyrr en í marzmánubi. Nú var og
hvert blabib bannab á fætur öbru, en ritstjórar settir
í varbhald. En nú sameinufcust ílokkar framfara-
manna og stillingarmanna, og hjeldu fundi; en þá
Ijet stjórnin banna alla fundi, nema þá sem hún kynni
ab leyfa af náb sinni. Narvaez slóst í lib mefe mót-
stöbumönnum stjórnarinnar; en þá var hann gjörbur
útlægur. En þrátt fyrir allt þetta, fjellst frelsisvin-
unum ekki hugur, heldur espubust meir og meir,
og svo varb mótstaban gegn stjórninni mikil, aí>
stjórnarráfeib sagbi af sjer 14. dag desembermán-
abar, og forstjórinn í Mabríb, sem gengiö hafbi svo
vel fram aí> banna fundina, varb ab fara frá. Margir
af frelsisvinunum eru lærbir stjórnfræbingar, og sumir
hinir tignustu menn í landinu, og því bar stjórnin
ekki þor til ab breyta stjórnarskipuninni. Roricali
heitir nú æbsti stjórnarherrann, hann þykir fremur
frjálslyndur. þetta stjórnarráb hefur lýst því yfir,
af> þab vildi ab vísu auka dýrö stjórnarinnar, en láta
þó stjórnarskipunina haldast.
En þab, sem drepur nibur bæbi alla menntun
og sannarlegt frelsi, er katólskan; hún vex ár frá
ári, og klaustrin fjölga óbum. þetta ár fengu rúm
15 hundrub kvenna leyfi til ab ganga í klaustur,
og var þab þó ekki meir en þribjungur af þeim,
sem bábu um þetta ievfi. Karlungar eru einlægt
ab reyna til ab komast til ríkis, og vekja þeir ófrib
og óspektir í landinu, og fá þeir styrk til þess hjá
klerkum og múnkum á Spáni. Eitt meb öbru drepur