Skírnir - 01.01.1853, Side 121
aí> saklaus mabur hefur verife dæmdur til dau&a og
lítlátinn, 4.) kirkjuþjófnab og 5.) rán, sem framiíi er
meí) svo miklum grimmdarverkum, aö leggja veríiur
sjerlega hegningu vib því í sakalögunum. þingií)
fjellst á frumvarp þetta og allar þær breytingar,
sem Saldanhci hafói gjöít. Kosningarlögunum nýju
hefur nú verib bætt vib grundvallarlöginn, og því
meb, aí> þingib skal ræ&a og greiba atkvæbi um fjár-
mál ríkisins ár hvert. Ekki seinna en 14 dögum
eptir ab þing er sett skal stjórnin leggja fram áætlun
fyrir hib komanda ár, og innan mánabar frá þeim
degi skal hún leggja fram reikning fyrir hií) umlibna
ár. þingin skulu samþykkja konungdóm þess, er
kemur til ríkis, eba kjósa stjórnarráb ella. þegar
sonur Maríu drottningar var orbinn 14 ára í sumar
8. dag júlím., vann hann eib ab stjórnarskránni, eba
grundvallarlögum Portúgala. Allt hefur og gengib
fribsamlega til í Porlúgal, nema í ágústmánubi átti
þingib í höggi viÖ stjórnarherrana út úr grein í
fjárhagsmálinu, lauk svo aÖ þeir urÖu undir; báöu
þeir þá um lausn, en drottning vildi ekki veita þeim
hana, heldur hleypli upp þinginu. Kosningar skyldu
fara fram í desembermánuÖi, og þingiö veröa sett 2.
dag janúarm. 1853. þó hafa nokkrir af stjórnar-
herrunum síöan fariö frá. Eitt af endurbótum Sal-
danha er, aö hann hefur látiö setja niöur aöllutn-
ingstoll á ýmsum varningi fyrst um sinn, og nú,
síÖan aö kosningarnar uröu honum og stjórnarherr-
unum í vil, þá er þaö í ráöi, aÖ stjórnin láti leggja
fram frumvarp til breytingar á tollinum á næstkom-
anda þingi.