Skírnir - 01.01.1853, Page 131
135
stund tækifæri til qö guma af hreysti sinni og af-
reksverkum, en Kákasusmenn til aö sýna meb sann-
indum ágæta vörn fyrir frelsi sínu.
I sumar er var í júlímánu&i gekk kólera í suö-
urhluta Rússlands og á Sljettumannalandi. Einna
mest kvaÖ þó aö sóttinni í borginni Kalisch\ þar
dóu á skammri stund 1800 manna, en í borginni
var hjer um bil 12 þúsundir. Sóttin gekk þaÖan
til Varskár og enn til Danzigar; síban sefaöist hún,
og bar ckki til muna á henni í haust.
A þessu ári hefur Nikulás látiö leggja járnbraut
frá Pjetursborg til Varskár.
Frá
T y r kj u m.
þetta ár hefur veriö herskátt í löndum Tyrkja.
Drúsar heita þjóödokkur nokkur á Sýrlandi — Land
þaö er undir Tyrkja veldi, eins og öll Asía hin
minni —. Drúsar eru hjer um bil 150,000 manna,
og búa í fjall-lendinu milli Líbanon og Antílíbanon,
og milli Miöjaröarhafsins og borgarinnar Damaskus.
Ekki vita menn glöggt um uppruna þessara þjóöa
eöur um trú þeirra; en eptir því, sem næst hefur
veriö komizt, þá er hún nokkurs konar blendingur
af trú Gybinga og Serkja. Hjá þeim er leyft íleir-
kvenni, og er þaö svo í trú Serkja, og opt giptast
systkini saman. Drúsar eru menn hergjarnir og
leggja mikla stund á dýraveiöar; þeir unna mjög
þjóöstjórn, og hafa lengi haft frelsi mikið. Amúraö
hinn þriöji meö því nafni vann þá fyrstur 1558; en
áöur voru þeir menn frjálsir og engum háöir. Síöan
hafa þeir opt gjört uppreist, og hafa þá ýmsir haft