Skírnir - 01.01.1853, Síða 135
139
í barnæsku, og ber margt til þess: Fyrst margra
alda ánaub, og svo þab annab, ab meban Grikkir
voru undir Tyrkjum blöndubust bábar þjóbirnar sam-
an, giptust og bjuggu hvor í annars landi, þannig
eru t. a. m. svo af> segja allir kaupmenn og verzlunar-
menn í Tyrklandi griskir ab kyni, eins eru margir
Tyrkir í Grikklandi. þessir menn geta nú aldrei
annab en ab nokkru leyti tekib taum þjóbar sinnar,
ef um nokkub er ab gjöra. Hib þribja er vaninn
vib forna sibu og fyrirkomulag og margt annab lleira
mætti telja. Rússar gjöra sjer far um ab eiga tlokk
manna á Grikklandi, eins og þeir hafa í Tyrklandi.
þab er stjórnkænska Nikulásar, ab láta þessa fiokks-
menn sína spana abra upp til óeyrba gegn stjórn-
inni, og til allra þeirra fyrirtækja, er kynnu ab veikja
hana, svo þegar ófriburinn er kominn, og honum
þykir vel áhorfast, þá kemur hann og miblar málum,
og fær hann þannig vald til ab hafa alit af hönd í
bagea meb, og tækifæri til ab áskilja sjer einhver
hlunnindi í sáttalaun. þab má sjá af rábgjafaskipt-
um þeim, sem urbu í byrjun ársins, ab Rússakeisari hef-
ur nú þegar mikib vald á Grikklandi. 7. dag febrúarm.
komu 3 nýir rábgjafar, og draga 2 þeirra taum Rússa,
svo ab nú eru 4, sem fylgja Rússum, en einir 2
eru á móti þeim. I Grikklandi hafa þetta ár orbib
óeyrbir út úr trúarmálum. A meban ab Grikkir
voru undir Tyrkjum, hafbi patríarkinn í Miklagarbi
á hendi æbstu stjórn á kirkjurnálum Grikkja; en þegar
þeir nábu frelsi sínu, þá losubu þeir kirkjuna vib
þessi yfirráb, en stofnubu klerkaráb (synodus) í
landinu sjálfu, sem fjekk öll kirkjumál til mebferb-
ar. þetta hefur nú stabib svona þangab til þetta