Skírnir - 01.01.1853, Side 136
140
ár, ab Ottó konungur samdi svo viö patríarkann,
aíi hann skyldi fá æbstu völd aptur í kirkjumálum.
þetta líkabi klerkunum stórilla, og Rússar bljesu
ab þeim kolunum. Múnkur nokkur í Maina á Pel-
opsey, Kristófer (Kristoforos) aö nafni, greip til
vopna og æsti fólkiö upp á móti stjórninni. Stjórnin
sendi herlib til ab taka hann; en þab átti fullt í
fangi meb þab, því ab klerkar og almúginn vörbu
hann, þó heppnabist stjórninni um síbir, ab leiba
ófrib þennan til lykta. þegar honum var lokib, lagbi
stjórnin fram frumvarp, er ákvebur, hver rjettindi
klerkarábib og eins stjórnin skuli hafa í kirkjumál-
um. Helztu greinir frumvarpsins eru þessar: Trúar-
mál kirkjunnar skulu vera nákvæmlega abskilin frá
hinum veraldlegu og umbobslegu málum hennar. I
einberum trúarmálum hefur kirkjan sjálf æbsta vald,
og er hún í þeim ekki háb stjórninni; en í hinum
getur hún ekkert gjört, nema meb samþykki stjórn-
arinnar. Hib helga klerkaráb hefur öll kirkjumál á
hendi; í því sitja 5 biskupar ebur erkibiskupar hinir
elztu í landinu, einn þeirra er biskupinn í Aþenu,
og skal hann vera forseti; þeir eru allir kosnir ár-
langt. A hverjum fundi er fulltrúi konungs; hann
skal rita undir álitsskjöl, en taka ekki þátt í um-
ræbum. þingib fjellst á frumvarp þetta því nær í
einu hljóbi, og lauk svo þessum málum.
17. dag júním. dó Lazarus Konduriotti, ríkur
kaupmabur á Hybrey í Grikklandshafi, áttræbur ab
aldri. Hann var víbfrægur fyrir þab, ab hann hafbi
búib kaupför sín í frelsisstríbinu til landvarnar fyrir
Tyrkjum, og veitt þeim ekki alllítib tjón; hann hafbi
og eytt óspart fje sínu til freisis þjóbar sinnar. þegar