Skírnir - 01.01.1853, Side 146
150
Tyrkjum fremur innan handar, og ab þab veitti þeim
lib í frelsisstríbinu vib Grikki. ítEn nú er öldin
önnur”; því nú tóku Austurríkismenn málstab Svart-
fellinga. Líklegt er, ab Austurríkismönnum liafi
gengib þab meb fram til, ab þeir vildu hefna sín á
Tyrkjum fyrir þab, ab þeir skutu skjólshúsi yfir
Iíossút og abra fióttamenn af Ungverjum; en abal-
undirrótin er sú, ab Austurríkismenn hafa viljab fá
hjá Tyrkjum bafnir tvær góbar á ströndum Hadríu-
hafs, Cleig og Sotrino heita þær, og í öbru lagi
hafa þeir lengi verib ab nauba á Tyrkjum um, ab
bæta kjör þeirra manna í Bosníu, er játa rómverska
katólska trú; en fengib enn hvorugu þessu fram
gengt. I þeim lduta Tyrklands, sem liggur í Norb-
urálfunni, eru hjer um bil 14 millíónir manna, og
játa ekki nema hjer um bil 3 millíónir þeirra trú
Serkja; hinir fiestir eru grísk-katólskir og eru þeir
allir af slafnesku kyni; en fáeinir eru rómversk-
katólskir. Rússar játa nú, eins og kunnugt er, gríska
katólska trú, og eru þeir allir slafaættar. Nikulás
keisari er nú eins og verndarengill þessarar trúar,
og vill hann af öllu megni safna öllum slöfum undir
verndarvængi sína. þetta ber nú einkum til þess,
ab Nikulás og Austurríkismenn vilja líka nú hafa
hönd í bagga meb Tyrkjum, eba ab minnsta kosti
ber Nikulás þetta fyrir; en hitt getur verib nóg
ástæba fyrir Nikulás, ab hann getur áunnib 'sjer
ýmislegan hagnab meb því, ab liafa mikil vfirráb
hjá Tyrkjum; svo er þab aubsjeb, ab hin austlægu
ríki eru einlægt ab leita á hin vestlægu, af því
stjórnarskipulag þeirra er svo gagnstætt hvort öbru.
Austurríkiskeisari sendi Leiningen greifa til Mikla-