Skírnir - 01.01.1853, Side 149
153
hvernig haga skyldi uppreistinnii, og svo eru og
nokkur atrifei í brjefinu, sem bera vott um skofcun
sameignar- og samfjelagsmanna, t. a. m. ustjórnin
skal taka afe sjer aö borga jaröeigendunum allar
skuldir bænda”, og íluppreistarnefndirnar,, — sem
áttu aö vera ein í hverju hjeraÖi á Italíu — l(skulu
hafa öll yfirráö yfir tekjum kirkjueignanna”. Yjer
getum þessa hjer, þó aö löndum vorum kunni ann-
ars aö vera nokkuö ókunn kenning þessara manna,
því aö þaö má meö sanni segja, aö ílestir af frelsis-
vinum þeim, sem nú eru uppi, hafa nokkurn kcim
af kenningu sameignarmanna og samfjelags. Upp-
reistin varö bráöum sefuö í Mælandi, og Ijetu Aust-
urríkismenn hermenn sína gæta borgarinnar eins
strengilega, eins og hún öll væri eitt fangelsi. Ekkert
varö heldur úr uppreistinni á Italíu, og fór stjórnin
þar fram meö þeirri grirnmd, sem henni er lagin.
17 menn voru atlífaöir, og 500 manna sitja nú þar
í varöhaldi; en Mazzini komst nauöuglega undan
til Englands. Ungverjar ætluöu og aÖ gjöra upp-
reist; en þaÖ komst óÖara upp, og varö ekki neitt
úr neinu. Kossút hefur veriö kennt um uppreist
þessa; en hitt mun satt, aö hann hafi lagt einungis
ráöin á, hvernig koma skyldi uppreist á, en ekki
viljaö, aö þaö skyldi byrja á því nú; Mazzini hefur
og sjálfur sagzt hafa ollaö þessu einn saman. Austur-
ríkiskeisari gjöröi upptækar eigur allra þeirra manna,
er komnir voru frá öörum ríkjum og búsettir voru
í Langbaröaríki. Ut úr þessum tiltektum komust
Austurríkismenn í deilur viÖ Sardinja, því aö þeir
voru flestir þaöan, er uröu fyrir þessum óskunda
af Austurríkismönnum. þótti Sardinjum, sem von