Skírnir - 01.01.1853, Page 155
159
I
t
Faktor Hans Hansen Baarjöe.
í fyrra vetur 16. Febrúar 1852 andabist í Kaup-
mannahöfn Faktor Hans Hansen Baagöe, 77 ára
gamall, hann hafbi verib Faktor á Islandi um 41
ár, og lengst í Húsavík fyrir norSan. Hann lagbi
mestu ástundan á jurtagarba og allskonar sábverk,
og hefir eptir látiíi ritgjörfe sem hann hefir samiö
sjálfur um þa& efni, eptir reynslu sinni. Hann hefir
reynt nærfellt allar matjurtir og kryddjurtir, er
vaxib geta hjá oss, og er fur&a hvab honum tókst
me& þær, þar sem hann bjó nor&ast á landinu;
hann gjörfei og margar tilraunir met trjáplöntun, og
eru athugasemdir hans um trjávöxt hjá oss mark-
verbar, og lýsa mikilli greind og ástundan. I allan
máta, er hann niátti, var hann vinur Islands í orbi
og gjörbum, og gjörbi allt þab gott sem í hans
valdi stó&, hann hafói því og hylli og vir&íng af
öllum góbum mönnum. Kona hans Solveig Jóns-
dóttir, íslenzk a& ætt og uppruna, anda&ist ári á
undan honum, á 76ta aldurs ári.
Hann fyrrum vann að vaenum jurta arði
Og veitti hjálp er liggja þótti á,
Nú sefur hann í svölum kirkjugarði,
Og sorg er horfinn allri Iífsins frá;
Grænlituð blóm, sem grafar beð hans skreyta,
Geta nú þess hvar vinar sé að leita.
Hann æfi fyrrum undi á klaka strindi
Og auðga reyndi blómum fjalladal,
f>ar sem að björkin blaktir ein í vindi —
Nú blóma vinur hné að þreyngri sal