Skírnir - 01.01.1853, Síða 193
197
BOÐSBRÉF UM NORRÆN FORNFRÆÐI.
ILb kowxtnglega Norræna forneræba-felag hefir nýlega
enn á ný látið út gánga boðsbréf með skýrslu um fram-
kvæmdir félagsins og áform. jpað er kunnugt, að þetta fé-
lag var stofnað fyrir 27 árum síðan, og hafði þá engin efni,
en síðan hefir það blómgazt svo, mest fyrir stakan dugnað
og framkvæmdir skrifara félagsins, etazráðs C. C. Rafns,
að margir keisarar og konúngarog fjöldi höfðíngja um allan heim
eru nú gengnir í það, og hefir því þannig safnazt svo mikið fé, að
það á nú yfir 50,000 dalaá vöxtum. fjetta hefir félagið alltáunnið
með því að gefa út íslenzk fornrit, og til þess er cinkum
ællaður fjárstofn þess. |>að er því sjálfskylt fyrir oss Is-
lendínga, að unna félagi þessu framar öllum öðrum útlend-
um félögum, og styrkja það eptir megni, því það vinnur
allt oss í hag, það sem það vinnur, til sæmdar fyrir Island
og bdkmentir þess. Konúngur vor er sjálfur forseti í hinu
norræna fornfræða-félagi, og kemur árlega skýrsla á prent
um fundi þess, og hvað þar fer fram. A fundi þeim, sem
haldinn var í fyrra, er hverjum sem æskir þess gjört heim-
ilt að gánga í félagið sem hluttektarmaður, og fá þeir
nokkrar af bókum félagsins sem það vilja gjörast og leggja
félaginu ákveðið tillag. Prentan á orðabók Sveinbjarnar
Ggilssonar yfir hið forna skálda-mál á Norðurlöndum, er nú
ný byrjuí, og ný áraröð af tímariti félagsins: “Annalerfor Nor-
disk Oldkyndighed og Bistorie,” og koma þar í riddarasögur og
ýmislegar merkilegar fornfræðilegar ritgjörðir; er í fyrsta bind-
inu prentuð hin ágæla forna saga um Tristram og Isodd,
sem Gísli Brynjúlfsson hefir gefið út, og ritað þar með
um, hver áhrif norrænir menn hafi haft á hinn forna skáld-
skap Frakka. J>ar er og Skýrsla með uppdráttum um rann-
sdknir þær, sem konxíngcr sjálfur hefir staðið fyrir, og
látið gjöra, til að finna grundvöll á tveimur fornum borg-
um, Asserbo og Söborg á Sjálandi ; hefir C. F. Wegener,
leyndarskjalavörður konúngs, ritað þarmeð sögu þessara