Fjölnir - 01.01.1839, Page 4
4
hagar hafa komið upp aptnr fullkomiega, og snmstaðar
tók emla að raestu leíti klaka úr jöröu; hrakaði útifjen-
aði seínt vegna góðviðrauna, og var hann þar sem best
Ijet fram ifir miðgóu í liausíholdum, j)ó lifað liefði jþáng-
að til eíngaungu af jörðunni. Frá því í seinustu viku góu
til þess komið var af snmarmálum, so sem í fi vikur, var
fullkomið hagleísi og jarðbann að kalla alstaðar, nema
máskje á fáeínum bestu hagajörðum, og j»ó mátti kalla,
að allt af lijeldist sama góðviðrið — sáldraði snjónum
mest niður í logni, og lá laungum við frostleísu, og tók
upp mestan snjóinn með sóibráði og þíðvindum. Eptir
sumarmálin, nær þvi hálfan mánuð af sumri, gjörði
aptur mikið íhlaup af norðri í 3 daga; enn þaðan af tók
að batna algjörlega, og tók upp snjó og ísa, enn klaki
leíð úr jörðu smátt og smátt. Fjcnaður gjekk undan
vel til fara, og voru víða ærnar heífirníngar, fjell og
vel um sauðburðartímann. Heldur var seínt um gróður-
inn fram eptir vorinu, og varð það grasvegstinum að nokkr-
um hnekki, að á hv/tasunnunóttina og fram eptir deíg-
inum þeitti niður snjó með so miklum kulda, að hann
var sumstaðar ekki tekinn npp að kvöldi, og aptur á
trínitatishátíð gjöröi norðanveður með allmiklu frosti;
enn úr því var og veður ætíð blítt og hagstætt.
Nirðra var veturinn erviðari; því þó veðurreíndin
væri lik að því, að vera lieldur hæg og góð, þá tók þó
sumstaðar firir jörðu þegar með veturnóttum, og kíngdi
þá niður siikum fjarska af snjó, eínkum í Norðursíslu og
á eínstöku rítkjálkurn víðar, að varla sá til jaröar firr enn
á þorra, að víðast komu upp snöp nokkur timakorn, enn
tók þó firir þau bráðum aptur, so sumstaðar mun hafa
dreígist að því, að hafa irði allan fjenað á gjöf í nær-
felt 30 vikur, þar til leíð af fardögum. J>ikir það allri
furðu gjegna , hvað vel menn komust af, að óviða varð
feilir til muna, og mnnu þess trautt dæmi í árbókum
vorum eptir slíkan vetur. Má það eigna allgóðum heí-
aíla undan sumrinu, enn heldur fjenaðarfátt undir; það