Ný félagsrit - 01.01.1850, Qupperneq 35
UM FJARHAG ISLANDS.
35
þessi getur ekki stabizt nenia ineo árlegum tillögum
úr ríkissjó&num“.
Verblaun til íiskiveiba viö Island var stúngiö
uppá ab mundu verba 4000 rbd., en rentukammerií)
heldur ab af þeim megi spara 1000 rbd.
I þessari skýrslu um fjárhag íslands eru mörg
atriBi eptirtektaverb: fyrst þa?>, aí) stjórninni dettur
þá þegar í hug aö fara í sérstaklegan reikníng vií)
Island (eins og vi& hertogadæmin), en ekki ah telja
útgjöld þess saman viS hin útgjöldin; annab, a&
áformiö er au&sætt, aí) telja útgjöldin handa íslandi
öll saman, þó stjórninni sé skipt svo nibur, aí> sitt
stjórnarráS fær hvern þáttinn úr áætluninni, og þessi
abfer& sé þess vegna bygb á tveimur öldúngis gagnstæö-
um grundvallarreglum; þri&ja, aí) laun hinna æbstu
embættismanna á Islandi eru ekki talin saman vib
hin útgjöldin, heldur sérílagi, eins og þau embættin
komi ekki eiginlega íslandi vi&; fjórba, a& svo lítur
út, sem rentukammerií) hafi vilja& velta af sér mestum
kostna&inum, og láta hann lenda á kansellíinu, af
því inálin heyr&i undir þess stjórn; fimta, a& engar
tekjur eru taldar til, heldur einúngis útgjöld, og mun
þa& sýna, a& fjárvörzlustjórnin hefir ekkert vitaö af
fjárhag jar&abókarsjó&sins á Islandi. Allt bendir til
þess, a& Island hafi veriö sko&aö einsog eitthvert
aukaland (e&a sem „nýlenda“, sem kansellíiö hefir
jafna&arlega kallab þa& í embættisbréfum sínum á þessum
árum), sein öll stjórnarrá&in hafa viljaÖ helzt vera laus
viö, af því þausáu hvergi tekjur af því, heldur tóm út-
gjöld. j)a& er og athuganda, a& um skólann er alls
ekki getiö, og er þa& au&sætt, aö þá hefir enginn
vitaö e&a gefiö gaum a& hversu á hans fjárhag stóö.
3*