Ný félagsrit - 01.01.1850, Side 86
86
UM þJODMEGUNARFRÆDI.
er þó alltaf sama abalvillan hjá þeiin, sem í allri,
stjórnarskipun landa þeirra: þeir bygíiu allt á þeirri
ónáttúrlegu hugsun, aí> nieir en heliníngur mebbræbra
þeirra væri skapa&ur til a& veraþrælar og vinna fyrir
hinum, sem ekkert þyrfti aö gjöra annaö en stjórna.
Sjálfur Aristóteles segir þetta í upphafi þeirrar bókar,
sem vfer nylega tókuni dæmi úr, og eins og öllum
öörum Grikkjuin hættir honum líka viö aö álíta svo,
sem ekki væri manns mót aö neinum nema Grikkjuin
einum — hinir allir voru álitnir siöleysíngjar, varla
betri en villudýr og önnur kvikindi. Öll líkamleg
vinna og starfi var í mestu fyrirlitníngu, svo sem
ósæmandi frjálsum manni eptir kenningu heimspekíng-
anna; og þó þessir hinir sömu spekíngar á annan
bóginn sæi, að vinnan var einmitt til aö auöga og
styrkja ffelagið, sem þeir möttu mest af öllu, þá var hinn
rótgróni hleypidómur þó hins vegar svo ríkur, aÖ
þeir uröu aö fyrirlíta þaö sem hjálpaöi þeim bezt.
Xenófon segir, aö verzlan spilli bæöi sál og líkama,
og engir nema þrælar og útiendíngar eigi því aö fást
viö hana, en ekki Athenumenn; og Cicero telur hana
svíviröilega af líkutn ástæöum: „því kaupmenn ávinni
ekkert“, segir hann, „nema þeir Ijúgi ákaflega“, og
rett á eptir segir hann: „öll verzlan er fyrirlitleg
þegar hún er lítil, en ef hún er mikil og gnægtafull,
flytur mikiö aö úr öllum áttum og lætur af hendi
prettalaust, þá er hún ekki mjögsvo vítaverö“. Og
svo mikil sem verzlanin var í fornöld um allar
strendur Miöjaröarhafsins, svo me^a menn þó vera
sannfæröir um, aö þeir sem fengust viö hana voru
ekki í hávegum. En annaö atriöi er líka, sein mjög
aöskilur háttu þessara fornþjóöa frá því, seni nú er,