Ný félagsrit - 01.01.1850, Qupperneq 102
102
UM þJODMEGUNARFIlÆDI.
gæti ei aubgað einn, án þess ab gera annan fátækan,
og þessi villa var jafnvel komin svo lángt, ab það
var orðin sannfæríng beztu manna, að það, aö óska
föðurlandi sínu góðs, væri í rauu og veru að óska
öllum öðruin ílls. það hefir síðan veriö Ijóslega
sannað, að ágæti verzlunarinnar er einmitt í því
innifalið, aö um leið og hún auðgar annan þeirra sem
eiga kaup saman, verður hún líka að auðga hinn, ef
hún má fara hina eðlilegu leiö sína. þaö er kostur
hennar, að hún flytur vörurnar stað úrstað, og gjörir
þær að nokkru leyti einsog allstaðar nærverandi, og
þessvegna er líka innlend verzlan, sem merkantilist-
arnir gáfu engan |*aum að, ef nokkuð er, heldur
arðsamari fyrir landið enn hin útlenda, Abati
kaupmannsins er enganveginn skaði kaupandans,
því hann er að eins verðlaun fyrir vinnu hans, sem
hann á með eins niiklum rétti og hver annar á erfiði
sitt, og honum er eigi meiri hagur að fá andvirði vör-
unnar, en kaupandanum er að geta fengið hana á
þeim stað og tíma, sem honum er hentugastur. þess-
vegna dettur líka öll kenníng merkantilistanna um
verzlunarjafnvægið um sjálfa sig, og skaði sá, sem
þeir álitu í því að kaupa meira inn í landið en út
úr því gengi, verður að engu; því þegar skynsamlega
er keypt, þá verður einmitt varan, sern fyrir pening-
ana kemur, landinu til meiri nota en þeir hefði
getað orðið. það getur því aldrei verið neinu landi
til skaða, að peníngar gárigi út úr því, nema svo ab
eins, að ekkert þarflegt komi í staðinn, og þeir sein
svo kaupa hefði líklega ekki varið fé sínu til nokkurs
gagns að heldur, þó þeir hefði alltaf haldið peníngunum
i landinu. Sama er að segja um öll þau verzlunarbönd