Ný félagsrit - 01.01.1850, Page 113
UM þJODMEGUNARFR/EDI.
115
a& þessvegna má ei kenna honuin þa&, sem miklu
réttara er aö kenna eptirleifunum af hinni eldri villu.
Og þó þeir nieb öllu fordæmi hina núverandi félags-
skipan, þá eiga þeir þó alltaf bágt meö aö sanna, a&
þeir annmarkar, sem á henni eru, sé óbætandi án
þess aö steypa öllu um koll, og allra verst gengur
þeim, sem von er til, a& telja mönnuin trú um a& þaö
skipulag, sem þeir ætla aö búa til, sé betra. Menn
þurfa því ekki aö vera hræddir um, þeim muni nokkurn
tíma takast aö eyÖa hinni sönnu þjóömegunarfræöi,
og hún hefir miklu freiuur á þessum árum boriö hinn
bezta sigur úr býtum hjá öllum skynsömum mönnum.
En hinir hafa þó engu aö síöur komiö því til leiöar,
a& menn eru faruir aír hafa ineira tillit til endurbóta
á kjörum fátækra inanna, sein mn of hefir veriö van-
rækt á&ur, og má þaö bera hinn bezta ávöxt, þegar
betri og skynsamari menn en sameignar- og samlags-
menn eru farnir aö skerast í þaö mál. Svo er t. a.
m. um Cobden á Englandi, aö hann ver nú stunduin
sínum til aö hjálpa fátækum mönnum á Engiandi til
réttar síns, meö sama þreki og þoli, og hann áöur
baröist meö fyrir verzlunarfrelsinu. Hann er líka aö
reyna aö svipta vopnunum úr hönd haröstjóranna meö
því, aö sannfæra þjóöirnar um, a& þaö sé þær, sem Ijái
þeim keyrin á sjálfar sig, og þurfi því ei annaö en
hætta þvi, til þess a& gjöra þá máttlausa. Sannarleg
mannást á engan betri son en hann, né villan verri
fjandmann — en hann segist lika standa me& bók
Adain Sinith’s í hendinni, og a& hún sé sér nægilegt
vopn til þess a& sigra aila har&stjórn og heinisku á
endanum.
Loksins viljum vér geta þess, a& af þjó&unum í
8