Norðurfari - 01.01.1848, Side 85

Norðurfari - 01.01.1848, Side 85
KVÆÐI. 85 Eins og jötun aldinn, I eilífum löfurblund, Slendur hann fönnum faldinn, Fagur alla stund — Horfir svo í dimmum draum A djúpan unnarstraum. Gyllir sunna sillur, Sorgar fellir tir, Og á hamra hyllur Hinstu geislum strár; Deyjanda ro5a dreifir á Drafnar vegu blá. Fjarlæg fjöllin biáu Fögur líta á grund, Haukabylin háu, Scm hnigin væru í blund — Horfa á næturfrið á fold Og feður vora í mold. Tindar! lopti líkir, Ljósa fjalla-slóð! Jjars eilíf auðna ríkir Og engi fótur tróð, Sælt væri að dvelja yðar á Undur-beltum há. Jars á sumrum sofa Svífandi blíðuský, Ernir ungir vofa Yfir gnípum sí, Gróa blóm í giljum vær, Gnauðar buna tær. Mót yður barm eg breiði Bláu, helgu fjöll! Sem úr himinheiði Horfið á grænan völl — O, að jeg væri á efstum tind Yðar í himinlind! Kringdu klasa fjalla Kyrru gili f, jjars bjartar bunur falla, Blunda á tindum ský, Vil eg gröf sje grafin mjer Er gengin leiðin er.

x

Norðurfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurfari
https://timarit.is/publication/71

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.