Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Qupperneq 11

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Qupperneq 11
11 og liinn óttalcga alburð, er að höndum var borinn, verða til þess, með aðstoð heilags anda, að vekja hjá henni alvarlegri hugsanir, og minna hana á spurning- una: «Að hverju gagni kæmi það manninum, þótthann eignaðist allan heiminn, ef hann liði tjón á sálu sinni?» Þessi iðjusömu vesalíngs hjón höfðu þrælkað, til þess að ávinna sér jarðnesk gæði, og eins og sagt við sjálfasig: «Sálmín, þú hefir fcngið mikinn forða til margra ára;» — en guð sagði við þau: «Ileimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimluðn (Lúk. 12, 19., 20.); — og maðurinn var liorfinn burt úr heimi þessum, og mun á dómsdegi verða krafinn reiknings fyrir það, að hann vann um hina stuttu æfi sína á hvíldardögunum, til að græða peninga, en vanrækti alveg að búa sig undir það líf, sem varir að eilífu, og hirti alls ekki um að veita móttöku þeirri náð, er drottinn hafði svo margsinnis boðið honum. Alveg öðruvisi er þcim manni farið, er með trúnni á Jesúm Iírist býr sig undir eilífðina. Hann hefir safn- að sér fjársjóði á himnum, þar sem hvorki grandar mölur né ryð, né þjófar fá eptir grafið og stolið, og hann fer héðan, hvort sem hann er ríkur eða fátækur, til að taka á móti arfleifð, sem honum er geymd á himn- um og aldrei fölnar. Daginn eptir kom ferðamaðurinn aptur í sorgar- húsið, til að vitja um ekkjuna. Hún var mjög beygð af harmi, og hafði, að hún sagði, ásett sér að leita að vegi sáluhjálparinnar, þá er þeim störfum væri lokið, ernúværu fyrir hendi. Þannig skaut hún því, er mest á reið, á frest, eins og Felix landstjóri, þangað til á hentugri tíma; en livort þessi hentugri tími kom nokk- urn tíma, er óvíst.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.