Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Síða 12

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Síða 12
12 Frá sjötíu til níutíu er áratala þeirra manna, er ná háum aldri; en hversu fáir eru þeir að tiltölu, er verða svo gamlir! Æfisólin gengur þrávalt undir um mið- degi, — og þó gangur hennar verði lengri, kemur æfi- kvöldið fljótt og leggur likamann i gröflna. Og þó verja flestir öllum kröptum hinna stuttu lífdaga sinna einungis til þess, að sækjast eptir gæðum þessa lífs; virðíngagirni og skemmtanir herlaka allar hugsanir þeirra, og fyrst þá, er sjúkdómur ber að höndum eða dauðinn er fyrir dyrunum, kemur þeim í hug hin al- vörumikla spurning: «Að hverju gagni kæmi það manninum, þótt hann eignaðist allan heiminn, ef hann liði tjón á sálu sinni?» FM KRISTINDÓMINN í DAGLEGU LÍFI. Róm. 12, 11. Verið í iðninni ólatir, í andanum brennandi, Drottni þjónandi. Í’ví verður ekki neitað, að það er nokkrum erflð- leikum bundið að sameina kristilegt og guðrækilegt hugarfar við veraldleg störf og glaum þessa lífs. Það er að sínu leyti hægra að vera guðhræddur í kirkjunni og lypta þar huganum upp til guðs, því að þar sitjum vér með kyrð.og næði, lausir við hin hversdagslegu umsvif; en hitt er torveldara, sem þó er aðalatriði vorr- ar krislilegu köllunar, að vera guðhræddir í heiminum, að flytja vor góðu og guðrækilega áform með oss úr kirkjunni út í hark og háreysti lífsins. tað var forðum siður margra guðrækinni manna

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.