Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Side 15

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Side 15
15 kristindómurinn getur samþýðst jafnvel hinni mestu strit- vinnu. Það lilýtur því að vera gæzkuríkur tilgangur guðs, að vor tímanlegu störf skuli ekki vera oss til tálmunar á vorum sáluhjálparvegi, heldur öllu fremur miða til að eíla og glæða vort andlega líf. Sá, sem með samvizku- semi gegnir sínum tímanlegu skyldum, getur um leið eins rækilega gegnt sinni himnesku ákvörðun, og í iðn sinni verið «brennandi í andanum og þjónandi drottni". Þetta sést bezt þegar vér hugleiðum, í hverju krist- indómurinn er innifalinn. Krislindóminn, eða kristilega trú má skoða frá tveimur hliðum, að öðru leytinu sem trúarþekkingu, að hinu ieytinu sem hæfilegleika og líf. Væru hin eilífu trúarsannindi svo þungskilin, eins og mörg veraldleg vísindi, að til þess þyrfti að verja miklum tíma og fyrirhöfn, þá væri ekki hægt að nema þau fyrir þá, sem þurfa að vinna baki brotnu, og þá gæti hinn vantrúaði afsakað sig með því, að hann hefði ekki tíma til að leggja sig eptir trúarbragða lærdómunum. En væri þessu þannig varið, þá væri kristindómurinn ekki gleðiboðskapur um guðs náð og fyrirgefningu syndanna fyrir alla menn, heldur einungis fyrir liina lærðu og menntuðu. En Krists fagnaðarerindi er ekki þung- skilin vísindi. Endurlausnin, sem það boðar oss, heimt- ar ekki djúpsæan skilning, heldur auðmjúkt hjartalag. Þótt Jesú Krists trúarbrögð sé óþrjótandi rannsóknar- og ihugunarefni, eru þó höfuðlærdómar þeirra öllum auðskildir. Uversu fáfróður, ómenntaður og einfaldur sem þú ert, hafir þá að eins fullt ráð, og það, sem menn kalla verks vit, þá hefir þú nóg vit til að þekkja þann sáluhjálparveg, sem þú átt að ganga. í‘ó ekkert mann- legt hyggjuvit geti kannað eða mælt Krists óendanlega sannleiksdjúp, er það þó að hinu leytinu svo einfalt,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.