Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Síða 19

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Síða 19
19 kristins manns fær um að fylla sálu hans með friði og fögnuði. I’yki þér nú, kristinn maður, þetta kynlegt og und- arlegt, kemur það til af því, að hjarta þitt er fast við jörðina, og að þú elskar ekki frelsara þinn. Það er ekki kynlegt og undarlegt, að vér getum hugsað um himininn mitt í vinnu vorri; en hitt gegnir meiri furðu, að vérgetum gleymt þessu, og allra-hryggilegast erþað, að nokkur skuli vera sá, sem á þessari stuttu jarðnesku vegferð sökkur sér svo niður í veröldina, að lionum kemur það ekki til hugar, að hann á að flytja héðan innan skamms í eilífðarinnar heimkynni. Látum því kristindóminn stjórna vorum daglegu störfum, þá missa þau liið fánýla eðli sitt. Heimurinn líður undir lok, en sannkristnum manni er ekki eptirsjón í hinum jarðnesku og hverfulu gæðum heimsius, og hann veit, að ekkert verk, sem miðar til að mennta hans ódauðlega anda, verður að engu. Guð gefl oss náð til að lifa þannig, að allar athafnir vorar verði til að und- irbúa oss undir eilífðina, svo vér bæði getum dáið drottni og lifað honum, sem fyrir oss er dáinn. Amen. Kostar 4 slt. / prentsmiðju íslands 1869. E. Þórðarson,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.