Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Síða 1

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Síða 1
KRISTILEG SMÁRIT HANDA ÍSLENDINGOM. M 4.-5. ENN I*Á GJÖRIR GUÐ KRAPTAVERK. Poniká heitirþorp eitt hjá Grossenhain í konungs- ríkinu Sachsen; þar gjörðist árið 1866 hinn minnilegi atburður, er hér segir frá. Sóknarpresturinn þar á staðnum heitir Auerswald. Frásöguna um þenna atburð, er fékk honum svo mikils harms og svo mikils fagnað- ar, hefir hann ritað og látið prentaguði hinum miskun- sama til vegsemdar, og mönnum til stirkingar í þeirri trú, að »þessi guð er oss frelsis guð, og drottinn, vor herra, er frelsun frá dauðanum« (Sálm. 68, 20). Eptir riti Auerswalds er þetta tekið. í Poniká var vatnsskortur mikill. Neyzluvatn fékkst hvergi í sókninni nema í einum brunni, og rann einnig vatn í hann úr pollum, er rigningarvatni var safnað í handa nautpeningi. En fyrir löngu var hætt að renna í brunninn úr pollum þessum, og þurkaárin 1865 og 1866 þornuðu þeir alveg upp, svo að menn urðu að fara langar leiðir til þess, að ná í vatn handa nautpen- ingnum. En vatnið í sóknarbrunninum minnkaði líka, svo að menn komust í mestu vandræði í þorpinu sök- um vatnsleysis, og skortur þessi hefði orðið óþolandi, ef nokkrir sóknarmenn hefðu eigi tekið sig saman um að grafa sér í sameiningu brunn; en hvað var það handa 3. ár.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.