Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Qupperneq 3

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Qupperneq 3
3 sandur, sem var að nokkru leyti mjög laus. Brunnur- inn var Iagður borðum að innan og settir í hann fjórir þverbitar. Þegar brunnurinn var orðinn 20 álnir á dýpt, kom einn hreppstjórinn til prests og sagði honum, að bræðurnir mundu nú eigi þora að fara optar niður í brunninn. Prestur spurði þá, bvort svo væri, og bauðst til að leita nú ráða hjá Sonntag um það, hvernig að skyldi fara. En þeir sögðu aptur og aptur, að það væri alveg hættulaust að vera niðri í brunninum, og að þeir væri alls ekki hræddir, en orðrómur þessi væri kominn frá mönnum nokkrum í sókninni, sem þætti verk þetta of kostnaðarsamt, og vildi því helzt að hætt væri við það. l’restur trúði þessu, og þeir héldu áfram að grafa. 5. dag desembermánaðar kom Vilhjálmur til prests, og Ijómaði ásjónahans af gleði er hann sagði: »Vérhöf- um fengið vatn«. Prestur skundaði út, og sá hið silf- urtæra vatn spretta upp 32 álnir niðri í jörðinni. Nú urðu menn glaðir, og gleymdu þó ekki að þakka guði. í brunninn safnaðist álnardjúpt vatn, og bræðurnir tóku nú að hlaða og rnúra upp veggina að innan; þeim þótti brunnurinn samt ekki enn þá nógu djúpur, þess vegna tóku þeir G. dag desembermánaðar upp nokkuð af neðsta sandlaginu, til þess að geta komizt að, að múra upp hliðarnar frá neðsta bolni, en þá fór sandurinn að hrynja neðst úr hliðunum, og var þetta að líkindum tilefnið til óhamingju þeirrar, er síðar varð. Þeir mokuðu upp saudinum, sem niður féll, og settu grjót í holurnar, sem komið höfðu í veggina. Nú gekk vel að múra upp hliðarnar, og að kvöldi næsta dags var Mohnert frá Ortrand, dælusmiðnum, gjörð sú orðsending, að fara að hafa dælnna til, því menn vonuðust eplir, að verki þessu gæti orðið lokið að viku liðinni.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.