Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Side 6

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Side 6
6 neðan var búið að múra upp svo sem svaraði G álnum, og hlaut þá sandurinn, er niður hrundi, að vera um 8 álnir á dýpt; og þar undir var bræðranna að leita. En áður en menn gátu farið að grafa upp sandinn, urðu menn að búa svo um, að þeim væri engin hætta búin, er við það æltu, og var því brýnari nauðsyn á þessu, sem allt af var smátt og smátt að lirynja meira og meira af lausa sandinum. Til þessa viðbúnaðar þurfti tals- verðan tíma og fyrirhöfn, svo að auðséð var, að það mundi eigi takast að ná sandinum upp á 7 stundum. Sonntag kvaðst fús til þess, að taka að sér starfa þenna með Mehnert; ekki gátu þeir samt tekið til verka fyrri en ljómaði af degi næsta morgun. Verkamaður einn, Jahne að nafni, átti að vera þeim til aðstoðar. Iíirkjueigandinn lét daglaunamenn sína um nóttina moka burtu sandinum, sem lá á brunnbarminum, og snemma morguns næsta dag — 9. dag desembermánaðar — voru þeir Sonntag og báðir félagar hans komnir þangað, til þess að taka til starfa þessa, er var svo mikilli hættu undirorpinn. í’að var á sunnudag og hver man ei eptir þessum orðum drottins vors. »Ef sá er nokkur á meðal yðar, sem á einn sauð, og falli sauð- urinn i pytt á hvíldardegi, tekur ekki eigandinn bann jafnskjótt, og dregur hann upp? Hvað miklu er þó ekki maðurinn æðri en sanðurinn? Þess vegna erleyfi- legt að gjöra það, sem gott er, á hvíldardögum«. Meðan verið var að tryggja það af veggnum, sem óhrunið var, styrkja það af honum, sem slútti niður og fylla upp í opin, var allur söfnuðurinn saman kominn og hlýddi messu í kirkjunni, og hafði bann aldrei fylgt messugjörðinni með jafnmikilli alvöru, og brýndi presturinn fyrir honum og sjálfum sér þessi drottins orð: »Ef

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.