Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 8

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 8
8 upp; en undir kvöld varð mesti órói á prestssetrinu. «Nú hefir einn maðtir enn þá látið Iíf sitt» æpta menn, «hjálp! hjálp!» Presturinn skundar út. Þá var verið að draga Jahne upp úr brunninum ; hann var með hljóðum og augu hans brostin að sjá, er hann varbor- inn inn í hús prestsins. Fatan, sem var bundin við reipið, er gekk upp og ofan í brunninum, hafði eigi verið fest nógu rammlega, og hafði dottið 8 álnir niður í höfuðið á Jahne. Hann var lagður upp í rúm, fekk bráðum eptir það rænuna, og reyndi prestur til að stöðva blóðrásina úr sári því, er hann hafði fengið á höfuðið. Mehnert, tengdafaðir Jahnes, kraup niður við rúm hans, og bað til guðs með sjálfum sjer, síðan sagði hann: «Nei, hann deyr ekki». Læknirinn var sóttur í snatri, og stöðvaði hann blóðrásina og batt um sárið. Sagði liann, að sárið sjálft væri eigi hættulegt, heldur blóðmissirinn. Systir prestsins tók að sér að bjúkra sjúkling þessum, og stundaði hún hann mæta vel. En nú kom Sonntag með miklum alvörusvip inn til prests, og lýsti því yfir, að nú væri hann hættur við að grafa. «Að neðan» sagði hann, «er nóg hætta, en það tekur út yfir allt, er þeir eru farnir að senda föt- um í höfuð oss». Mikið hafði prestur fyrir því, að stilla liann, og fá hann til þess að halda áfram, en þó lofaði liann því ekki, nema hann fengi áreiðanlega menn ser til aðstoðar. Menn urðu að fyrirgefa honum hvað hann var ákafur, þvi starfi þessi var sannarlega mjög hættulegur, og það mátti hann eiga, að hann hafði frá upphafi sýnt mesta liugrekki, og með hinni mestu ó- sérplægni reynt til þess, að bjarga lífi bræðranna. En hvar átti að fá áreiðanlega verkamenn, sem liefðu vit á

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.