Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Síða 12

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Síða 12
12 þeir bæru harra sinu með kristilegri undirgefni undir vilja guðs, voru kraptar þeirra eins og orðnir lémagna. Auk þessa jók það og hryggð prestsins, að hann hafði verið hvatamaður að því, að farið var að grafa brunn- inn, þó hann eigi allt fyrir það gæti kennt sér um ó- hamingjuna. En skyldi nokkur sá söfnuður vera til, að þar sé engi illgjarn eða óvitur maður, er taki fegins hendi við öllu þv/, er verið gæti presti hans til hnjóðs og skaprauna. Bræðurnir höfðu reyndar að fyrra bragði boðið sig fram tii vinnu þessarar, prestur hafði aðvar- að þá, er honum fór að þykja vinnan hættuleg, en þó dirfðist margur að dæma hann hart á bak, og brenni- merkja hann með upp lognum sögum og heimskuleg- um rógi sem þann mann, er öll þessi óhamingja og allt þetta tjón væri að kenna; í flokk þessara manna gengu nirflarnir í söfnuðinum, sem þótti of miklu til kostað með þenna brunn. Eins og vant er að vera, drógu betri mennirnir sig í hlé, en þorri manna fylgdi þeim, sem æptu hæðst. Með öllu þessu var barátta milli trúarinnar og efans í hans eigin hjarta, og hann spurði opt sjálfan sig með liálfum hug: »Heyrir drotl- inn ei sinna óp? Eru eigi fyrirheiti hans áreiðanleg?« Þegar menn lifa marga daga og nætur í þvílíkri angist, þá læra menn að skilja 22. sálm Davíðs. Til voru þeir samt, sem hryggðust með honum, og létu í ljósi við hann ást sína og velvild. Trygg ást bað með honum nær og fjær. Það veitti honum líka mikinn raunalétti, að Jahne, sem slasazt hafði og allt af var hjúkrað á prestssetrinu, þangað til hann fór heim til sín, batnaði smátt og smátt, og styrkti það nokkuð trú prests. En nú þurfti að taka eitthvað til bragðs. Margir dagar voru liðnir síðan óhamingjan vildi til, og mikill

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.