Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Side 16
16
með það til prestsins; það var þurt í miðju, en votar
randirnar, og að neðanverðu lieitt. Það var ætlan Böh-
migs, að annar hver hinna sandorpnu bræðra hefði
legið upp við það. »í*á lifir annar þeirra« sagði prest-
ur. »Ekki er það sjálfsagt fyrir það«, ansaði Böhmig;
að borðið er heittr kemur af því, að líkin eru farin að
rotna, því þá hitna þau«.
Tveim stundum eptir hádegi átli prestur að syngja
yfir líki einu; er liann ætlaði að ganga út í kirkjugarð-
inn heyrir hann óp mikið úti. Hann flýtir sér þá út,
og er mjög hræddur um, að nú hafi nýtt slys viljað til,
en þá heyrir hann einhvern hrópa: »í*eir hafa náð
honum! þeir hafa náð timbursmiðnum! Hann er á
lífi! Ilann er á lífi«.
Hjarta prestsins liætti að slá um stund, svo varð
lionum bilt við, hann trúði ekki eyrum sínum; en í
sömu svipan er hringt eldklukkunni í kirkjuturninum:
»Eldur! Eldur! Eldur er kominn upp í næsta þorpi!«
í einu vetfangi er hann kominn út í garð. Þá er apt-
ur kallað til hans: »Hinn bróðirinn er líka með lífi!
Hann er lífs!«* Allir krjúpa á kné á sandhóiunum við
brunninn, en niðri í honum þakka bræðurnir hinni al-
góðu forsjón fyrir hennar dásamlegu miskunsemi
En nú er komið með líkið, sem jarða átti. Presl-
ur getur að eins sent vínflösku til bræðranna og mann
eptir lækninum; svo fór hann út í kirkjugarð og flutti
líkræðuna. Hér kallaði margt ólíkt að í einu.
Greptruninni er lokið, og prestur flýtir sér inn til
sín. Þar var húsfyllir af fólki, er þangað hafði safn-
azt bæði af forvitni og gleði, því þessi gleðilegu tíðindi
höfðu farið sem elding um þorpið. fað var erfitt að
lialda mannþyrpingunni frá barminum á brunninum,