Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Síða 18

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Síða 18
18 setrið, og lagði hann þar upp í annað rúmið, er upp- búið hafði verið handa þeim. Þá andvarpaði Traugott og mælti: »hérna er betra að liggja en niðri i brunn- inum«, og spurði svo, hvort konan sín og börnin lifðu enn. Litlu síðar náðu menn líka Vilhjálmi upp á sama hátt, og þá var strax lokað herberginu, svo að aðstreymi hinna forvitnu yrði haldið burtu. í*eir fengu að eins snöggvast að heilsa og tala við sína nánustu ættingja, sem stóðu í kringum þá, klæddir sorgarklæðum. En dyrunum var eigi heldur lokað fyrir manni þeim, er þeir áttu líf sitt að þakka. Augnablik þessi voru ótta- leg, dýrðleg og blessuð, svo að þeim verður ei jafnað við neitt annað; það er því ómögulegt að lýsa þeim. En úti fyrir söng múgurinn. »Einn guð þér allir prísið, »og lofið drottins náð, iiallt sker til góðs, auglýsið nöllum hans stjórnarráð! o. s. frv. Og í sannleika voru það miklir hlutir, er guð hér hafði gjört. Frá 8. degi desembermánaðar um nón til 19. dags sama mánaðar einni stundu eptir miðaptan, það er í 11 daga og 7 stundir, höfðu bræðurnir legið í skauti jarðarinnar, í hinni djúpu gröf, loptlausir, ljós- lausir, matarlausir, og vo.ru samt á lífi. Vilhjálmur talaði ekkert. nMáttleysi þetta dregur hann líklega til dauða« sagði einhver þeirra, er við voru staddir. Hann heyrði það og svaraði rólegur: iiÞað gengur ekkert að mér!« Prestur lypti blíðlega upp höfði hans, til þess að gefa honnm mjólk að drekka, en hann reisti sig upp eins rösklega og hann væri heilbrigður, tók bollann, tæmdi hann og sáu menn á

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.