Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Qupperneq 29

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Qupperneq 29
29 ar andaðist móðir hans. Sama árið dó einnig faðir lians, og áminnti hann á dauðastundunni son sinn um, að halda sér jafnan til drottins, óttast hann og elska. Drengurinn varð nú að fara að heiman, og til Kaupmannahafnar; þar vár allt öðruvísi fyrir hann, held- ur en verið hafði heima hjá foreldrum hans; allir voru honum ókunnugir; hann hafði engan, er hann gæti tal- að við um allt það, er honum bjó i brjósti, eða sem hann gæti trúað fyrir hverju því, er gladdi hann eða liryggði; enginn var sá, er tæki svo innilegan þátt í kjörum hans; opt fannst honum hann vera einmana og yfirgefinn, en þá hugsaði hann til síns liimneska föð- urs, og bað hann að hjálpa sér, og varðveita sig óspilt- an af heiminum; hann hugsaði til foreldra sinna, og gladdist í þeirri von, að fá að koma til þeirra, ef hann stæði stöðugur í trúnni. Um þessar mundir útbreiddist frá Þýzkalandi og Frakklandi almenn vantrú og fyrirlitning fyrir trúar- brögðunum ; allnr þorri manna lítilsvirti kristindóminn og áleit að hann væri gömul hjátrú; frelsara vorn skoð- uðu menn ekki sem guðs eingetinn son, heldur að eins sem vitran mann, og lærdómurinn um krossinn Iírists var álitinn heimska. Trúarbrögðin voru að eins skoðuð sem manna setningar, og því var öllu hafnað, sem menn eigi gátu skilið. Að vísu voru nokkrir menn rétt-trúaðir, en þeirra gætti eigi fyrir hinum drottnandi aldaranda vantrúarinnar. Prestssonurinn, sem fyr var getið, hafði ætíð heyrt talað um trúarbrögðin með lotningu, og því varð hann forviða, er hann heyrði hæðst að þeiin. llödd vantrú- arinnar hljómaði hvervetna kringum hann, en hún hafði fyrst um sinn engin áhrif á hann, því hann leitaði at-

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.