Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 33
33
unni, svo enginn skyldi yrða á sig, og gekk þangað,
sem foreldrar hans höfðu verið jarðsettir. Faðir hans
hafði látið setja krossmark áleiði móður hans, og stóðu
neðst á því þessi orð: «Hún kemur ekki til vor, held-
ur komum vér til hennar». t’essi orð las hann aptur
og aptur; nú kom honum eigi til hugar, að efast um,
að annað líf væri til eptir þetta. Hann fann til þess
með ógn og skelfmgu, að fyrir sér lægi annað líf.
«Hvernig getegkomið til móður minnar? Mun eg eiga
fyrir höndum sömu vistarveru sem hún? Eg, sem lifi
eins og enginn guð sé til». í’annig spurði hann sjálfan
sig, og datt lionum þá í hug saga ein, sem móðir hans
hafði einu sinni sagt honum, og var hún á þessa leið:
«Einu sinni var móðir nokkur guðhrædd, er átti
vond börn; þau hlýddu henni eigi, heldur fóru sínu
fram og Iítilsvirtu guð og hans orð. Hana dreymdi
einu sinni, að efsti dagur væri kominn, og allar sálir
söfnuðust saman, til að heyra dóm sinn; englarnir
komu og skipuðu, eins og ritningin kemstað orði, sauð-
unum til hinnar hægri handar, en höfrunum til hinnar
vinstri. I'á þótli henni einn engill kalla á sig og segja,
að hún væri meðal hinna útvöldu. «En börnin mín»?
spurði hún. "Þau hafa hafnað guðs náð» mælti eng-
illinn, «og eru ekki meðal þeirra, sem hólpnir eru orðn-
ir». Henni þólti þá börnin þyrpast utan um sig og
biðja að taka sig með. «Já, ef mér væri það mögu-
legt» sagði hún. Engillinn snart hana þá, og þótti
henni þá, sem tilfinningar hennar allar kæmust við,
ástin kólnaði á börnunum, sem vald hins vonda ríkti í,
og hún yrði ánægð með dóm drottins yfir þeim; hún
snéri sér þá að börnunum ogsagði: «Egætlaðiað leiða
yður til droltins, en þér vilduð það eigi; nú verð eg