Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Síða 35

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Síða 35
35 bæn og bað: «Faðir vor» o. s. frv. Þegar hann byrj- aði, var liann angistarfullur og efaðist um guðs náð, en er bæninni var lokið, var efinn og angistin horfin úr huga hans; hann vildi leita guðs og treysti því, að kærleikans guð mundi sjálfur hjálpa sér til þess. Við legstað foreldra sinna, hafði hann endurvakn- að til andlcgs lífs ; og það var minning þeirra, er hafði vakið hann af dvala andvaraleysisins. Hann gat eigi tára bundizt, þegar hann enn einn sinni las orðin: »Hún kemur ekki til vor, heldur komum vér til henn- ar». Hann gekk nú burt frá leiðinu, og litaðist um á þessum stöðvum, þar sem hann sem barn hafði lifað hinar sælustu stundir æfi sinnar, og varð jafnan ríkari hjá honum sá ásetningur, að hætta eigi fyr, en hann væri búinn að öðlast aptur þann frið og ró í hjarta sínu, er hann hafði þá. Hann einsetti sér, að helga guði lif sitt, og verja kröptum sínum eptir skaparans tilgangi, til þess, í þeirri stöðu, sem hann var í settur, að efla sitt eigið og annara sannarlegt gagn; fyrir trúna öðlað- ist hann einnig krapt, til að fullnægja þessum ásetningi því »mismunur er á náðargáfum, en sami er andinn; mismunur er á embættum, en sami er drottinn; mis- munur er á framkvæmdum, en guð er binn sami, er framkvæmir allt í öllum*. Skömmu seinna varð hann læknir í þorpi því, er hann var fæddur í, og þar er hann nú búinn að vera í íjölda mörg ár, enda er hann nú orðinn lotinn og gráhærður; aldrei hefur hann haft mikið um sig; líf hans hefur jafnan verið rólegt og kyrrlátt; hvervetna hefur drottinn blessað starfscmi hans, og gcfið ríkuleg- an ávöxtþeim verkum, er gjörð voru í hans nafni; hanu

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.