Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Qupperneq 2

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Qupperneq 2
2 landstjórn. 4, frumvarp til tilskipunar um póstmál; 5, frumvarp til tilskipunar um gjald af brennivíni og öðrum áfengum drykkjum; 6, frumvarp til tilskipunar um gjald spítalahlutanna; 7, frumvarp til tilskipunar, sem hefur inni að halda nokkrar breytingar á tilskipun 13. júní 1787; 8, frumvarp til tilskipunar um síldarveiði með nót; 9, frumvarp til tilskipunar um friðun á laxi; 10, frumvarp til tilskipunar um búnaðarskóla á íslandi; 11, frumvarp til opins brjefs um kennslu heyrnar- og málleysingja; 12, frumvarp til opins brjefs um eptirlaun annars yfirdómara og dómskrifara i íslands konunglega landsyfirrjetti, Benedikts Sveinssonar. í annan stað voru og úr ýmsum hjeruðum landsins komnar til þingsins margar bœnarskrár og tillögur; lutu margar þeirra að stjórnarskipun íslands, sumar að sveitastjórn, sumar að póstmálefnum, sumar að spítalagjaldi og öðrum þeim málum, er hin konunglegu frumvörp voru um, en sumar voru annars efnis. Hjer þykir eigi þörf að geta annara en þeirra, er þingið tók til greina, og verður það gjört síðar. í þau 12 mál, er hin konunglegu frumvörp voru um, voru nefndir kosnar, en hið konunglega álitsmál var fellt frá nefnd. Nokkrum af bœnarskrám þjóðarinnar var vísað til nefnda þeirra, er settar höfðu verið til að rœða hin kouunglegu frumvörp um sömu efni; í nokkrar þeirra voru kosnar sjerstakar nefndir; nokkrar voru felldar frá nefnd; einni var vísað forsetaveginn til stjórnarinnar og einni forsetaveginn til stiptamtmanns. tingið tók aptur eitt innanþingsmál til meðferðar, þjóðbátíðarmálið, er síðar verður getið. Það voru alls 23 mál, er þingið setti nefndir í og tók til meðferðar; skal hjer stuttlega farið yfir þau með vísbendingu um efni þeirra í fám orðum; en með þvf að efni málanna er svo margbreytt og svo ósamkynja, er eigi unnt að raða þeim skipulega eptir efni. I. Landstjórnarmálið. Konungur gat þess í aug- lýsingu sinni til þingsins, að hann hefði eigi sjeð sjer fœrt að taka tillögur alþingis 1869 um stjórnarmálið til greina, en þar á mót hefði sjer þótt brýn nauðsyn bera til þess að koma föstu skipulagi á stjórnarstöðu íslands, og því hefði hann látið leggja

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.