Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Page 6
6
LANDSTJÓRN.
búseltur á íslandi og hafi umboð til að úrskurða og staðfesta
ðll þau mál, er þyrftu úrskurðar eða staðfestingar konungs.
Að því er snerti stjórnarstöðulögin, þá skoraði meiri hluti nefnd-
arinnar einnig á þingið, að mótmæla gildi þeirra eins og þau
lægju fyrir, og að áskilja, að málið yrði lagt fyrir sjerstakt þing
á íslandi með fullu samþykktaratkvæði.— Minni hluti nefnd-
arinnnar komst að allt annari niðurstöðu; að því er snerti
frumvarpið, þá þótti honum fátt athugavert við það, og rjeð því
þinginu að fallast á það með nokkrum smábreytingum, er hann
hafði gjört við það; að því er snerti stjóraarstöðulögin, þótti
honum þau rjett að formi og haganlegri að efni en það sem
er, og fann enga ástœðu til að mótmæla þeim.
Jafnskjótt sem nefndin hafði lagt fram álit sitt, var undið að
því að rœða málið áþinginu; fór nú semjafnan fyrrum, er mát
þetta hefur verið rœtt á þingi, að mjög ólíkar skoðanir komu fram í
mörgum atriðum, og skiptist þingheimur í tvo flokka. Annars vegar
voru ílestir þjóðkjörnir þingmenn í meiri hluta, og töluðu
máli íslendinga, en hins vegar voru hinir konungkjörnu þing-
menn í minni hluta, og studdu frumvarp konungs; enn voru og
nokkrir þjóðkjörnir þingmenn, er vildu miðla málum og koma sætt-
um á, en hölluðust þó fremur að minni hlutanum, er þeir hugðu,
að slíkt mundi fremur draga til samkomulags; en hjer var þess
eigikostur; ágreiningsatriðin voru of mörg og of mikil til þess að
slíks væri von, og það því fremur sem hvorirtveggja litu á málið
frá gagnstœðu sjónarmiði og leiddu ágreiningsatriði sín af gagn-
stceðum rökum. Ágreiningsatriðin á þinginu voru því nær hin
sömu, sem komið höfðu fram í nefndinni, og ástœður þær, er
báðir hlutarnir báru fram fyrir máli sínu, einnig mjög líkar, en
hvorttveggja kom nú ef til vill enn skýrara fram í rœðum þing-
manna. Hjer er eigi kostur að greina frá umrœðunum
sjálfum, en verður að eins að geta ú r s 1 i t a þeirra, er mál þetta
fjekk að lyktum á þinginu að þessu sinni. þá er þingið hafði
rœtt málið á lögboðinn hátt, samdi það álitsskjal sitt um
málið til konungs; tók það hjer fram, að hið konunglega frum-
varp væri í ýmsum greinum þannig lagað, að þingið gæti eigi
gengið að þvi fyrir hönd þjóðarinnar; benti það jafnframt á hina
helztu annmarka, er á því væru, og greindi ástceður sínar fyrir
því, að það væru verulegir annmarkar; en með því að annmark-