Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 8

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 8
8 LANDSTJÓRN. skertan um framangreiud atriði, ráði það til, að um þau verði leitað samkomulags við íslendinga á sjerstöku þingi hjer á landi, er hafl fullt samþykktaratkvæði fyrir þjóðar- innar hönd (samþ. með 16 atkv. gegn 9). Minni hluti þingsins kvað einnig upp það álit sitt, að hið konunglega frumvarp til stjórnarskrárinnar byði svo góð boð, að því væri á engan hátl hafnandi, og í annan stað, að hann væri með öllu fráhverfur því að mótmæla lögunum 2. jan. 1871; af- salaði hann sjer allri ábyrgð af því, og kvað það skyldu sína að lýsa yfir, að slíkar skoðanir, er höfðu komið fram hjá meiri hluta þingsins, væru að sínu áliti eigi samkvæmar hugsunum og vilja hinnar íslenzku þjóðar. 2. Sveitarstjórnarmálið. í frumvarpi konungs um þetta mál er gjört ráð fyrir, að stjórn sveitarmálefna skuli falináhendur hreppsnefnd I hverjum hrepp, sýslunefnd í hverri sýslu, og einu sameinuðu amtsráði í öllum ömtum landsins; í hreppsnefndinni eiga að vera 3—7 menn, eptir stœrðum hrepp- anna, í sýslunefndinni 5—9, auk sýslumanns og prófasts, og í hinu sameinaða amtsráði 9 menn, það er: allir amtmenn lands- ins og 6 menn, er alþingi tilnefnir, 2 úr hverju af ömtum landsins; á amtsráðið að koma saman í Reykjavik annaðhvort ár. I’ingið kaus nefnd til að rœða frumvarpið, og voru henni jafn- framt afhentar til íhugunar 4 bœnarskrár, er lutu að sveitamál- um (um sveilarstjórn, um laun hreppstjóra, um gjald til jafnað- arsjóðanna, og um vegalögin). Nefndin rœddi málið á mörgum fundum og rjeð þinginu síðan til að fallast á frumvarpið með nokkrum breytingum, sem hún hafði gjört við það; hin helzta breyting var sú, að nefndinni þótti hentugra að hafa 3 amtsráð en eitt sameinað amtsráð; bœnarskrárnar hafði hún eigi tekið til greina. Þingið rœddi málið á 2 aðalfundum og komst að sömu niðurstöðu og nefndin; í álitsskjali sínu til konungs um frum- varpið bað þingið um að löggilda það með þeim breytingum, er þingið hafði gjört við það. 3. Bœjarstjórnarmálið. Til alþingis 1869 höfðu Reykvíkingar sent bœnarskrá um að fá breyttri bœjarstjórnar- reglugjörð sinni í ýmsum atriðum, er einkum lutu að fulltrúa- kosningum, kosningarrjelti, reikningsárinu, gjalddaga o. s. frv. Þingið bafði þá vísað málinu til stiptamtmanns, og eptir tillög-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.