Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Page 11
LANDSTJÓRN.
11
ið, að stofna skuli búnaðarskóla f hverju amti, og skuli kostn-
aðinn við þá greiðameð því, að jafna niður á allar jarðirí hverju
amti IV2 skilding á hvert jarðarhundrað. Nefndin, sem kosin
var í málið, rjeð þinginu að fallast á frumvarpið því nær óbreytt.
Þingið gjörði svo og bað um, að lögleiða það að eins með nokkr-
um orðabreytingum.
11. Ómálakennslumálið eða málið um kennslu
heyrnar- og málleysingja. í frumvarpinu var foreldrum heyrn-
ar- og mállausra gjört að skyldu að annast um uppfóstur þeirra
og kennslu, og ef foreldrarnir gætu eigi borgað, þá skyldi borga
kostnaðinn úr jafnaðarsjóðunum. Nefnd sú, er þingið kaus til
að rœða frumvarpið, breytti því nokkuð og jók það, og rjeð
þinginu að aðhyllast það svo vaxið. Sömuleiðis hafði nefndin
til meðferðar bœnarskrá frá formanni nefndarinnar, Páli presti
Pálssyni, er fór þess á leit, að honum yrðu veitt laun sem kenn-
ara í þessari grein; nefndin mælti með því að honum yrðu
veittir 200 rd. árlega úr landssjóði, með því skilyrði, að hann
hagaði sjer í kennslunni eptir reglugjörð stiptsyflrvaldanna og
kenndi einhverjum öðrum aðferðina á sinn kostnað. t'ingið tók
eigi að þessu sinni atriði bœnarskrárinnar til greina, en fjellst
á frumvarpið og beiddist þess, að það yrði löggilt með nokkr-
um breytingum þingsins.
12. Eptirlaunamál Benedikts Sveinssonar.
í frumvarpinu var ákveðið, að yfirdómara Benedikt Sveinssyni,
er hafði verið vikið frá embætti, skyldu goldnir 450 rd. úr hin-
um íslenzka landssjóði. Þegar nefndin, er fjekk framvarpið til
meðferðar, hafði fengið sjer ýmsar skýrslur og skýrteini um
málið og rannsakað það, rjeð hún þinginu frá að fallast á frum-
varpið, en lagði það til, að málið yrði lagt nndir úrskurð dóm-
stólanna, og Benedikt yrðu veitt eptirlaun eptir eptirlaunalögun-
um. Þingið komst að sömu niðurstöðu í álitsskjali sínu til kon-
ungs um málið.
13. Eptirlaunamál Havsteins. fingmaður Ey-
flrðinga bar upp fyrir þingið bœnarskrá um rífkun á eptirlaun-
um Havsteins amtmanns, er hafði verið leystur frá embætti sínu
með konungsúrskurði 15. sept. 1870. Úr öllum sýslum norður-
og austuramtsins komu bœnarskrár um sama efni, og enn frem-
ur bœnarskrá frá Havstein sjálfum, þar sem hann bað um full