Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Page 21

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Page 21
LANDSTJÓRN. 21 Jónsson, kandídat í guðfrceði, var skipaður aðstoðarprestur í Vatnsfjarðarprestakalli 29. ág. Kandídatarnir Kristján Eldjárn Þórarinsson, Jónas Hallgríms- son og Þorvaldur Jónsson voru prestvígðir 27. ág., en kandídatarnir Hallgrímur Sveinsson og Hannes Stephensen 8. okt. Við árslokin voru 2 sýslur óveittar og 28 prestaköll presta- laus, en af þeim voru 13 sameinuð um sinn við önnur presta- köll. Mann fjölgun. Mannfjöldi á íslandi hefur taisvert aukizt hin síðustu ár, en þó virðist fjölguninni eigi miða mikið áfram í saman- burði við það, sem víða er annarstaðar, því að ef marka skal hagfrœðisskýrslur, deyja þar að tiltölu fleiri en í flestum öðrum siðuðum löndum. fessu valda hinar miklu sóttir ogslys- farir, er að öllum jafnaði eru að tiltölu mannskœðari á íslandi en víða í öðrum löndum. Bæði sóttir og slysfarir hafa og reynzt þar allskœðar næstliðið ár. Af góttlim þeim, er gengu á íslandi næstliðið ár, má fyrst nefna barnaveikina; að áliðnum vetri geisaði hún á ýmsum stöðum á norðurlandi, einkum sumstaðar í tingeyjar- sýslu; um sumarið bar víðast minna á henni, en er hausta tók, fór hún að stinga sjer víða niður og fór jafnan vaxandi allt til ársloka. J»á tók og að ganga soghósti; bar fyrst á honum til muna í Reykjavík og þaðan breiddist hann út um allt land; lagðist hann þyngst á bðrn, einkum þar sem hin vanalega barna- veiki gekk jafnframt; dóu þá flest börn þrevetur og þaðan af yngri í mörgum bjeruðum.— Kvefsóttin var næstliðið ár í minna lagi á íslandi; þó varð hún allmegn á norðurlandi að áliðnum vetri og framan af sumri og aptur að áliðnu sumri og framan af vetri; lagðist hún þyngst á brjóstveikt fólk og gamal- menni, en þó dóu fáir úr henniaf þeim, er aðrar sóttir iögðust

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.