Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Side 32

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Side 32
32 ATVINNOVEGIK. Johnstrup skoðaði einnig silfurbergsnámurnar i Helga- slaðafjalli í Reyðarfirði, og leizt vel á þær; kvað hann það ráðlegast að selja þær einnig á leigu, en gegn meira árgjaldi og með fastari takmörkunum en áður hefur verið. Iíol fund- ust í jörð á bœ einum í Mýrasýslu næstliðið haust; liafa þau verið höfð til eldsneytis og reynzt vel; að öðru leyti er lítt kunn- ugt um fund þennan. Verzlim á íslandi hefur næstliðið ár gengið nokkuð greið- ara en undanfarin ár, og hafa verzlunarfjelög landsbúa átt mikinn þátt i því. Verzlunarfjelög þessi hafa sumpart tekizt á hendur að rekasjálfverzlun sína, en sumpart að eins skuldbundið sig til að verzla við erlend verzlunarfje- lög og lausakaupmenn. Af hinum íslenzku verzlunarfjelögum, er sjálf reka verzlun sína, má fvrst nefna G r á n u f i e 1 a g i ð: af framkvæmdum þess næstliðið ár er það að segja, að kaupstjóri þess, alþingismaður Tryggvi Gunnarsson, fór utan um vorið til að fá vörur; fór hann til Kaupmannahafnar og leitaði þar að fá vörurnar að láni gegn veði í skipi fjelagsins og vöruloforðum íslendinga; gekk honum í fyrstu mjög ógreiðlega, því að hinir íslenzku kaupmenn í Kaupmannahöfn spöruðu eigi að spilla kaupunum; þó tókst honum að lokum að fá skip fjelagsins al- fermt, og kom hann út með það á Akureyri í júnímánuði; gekk honum verzlunin vel og seldi hann mikið af vöru sinni, en fjekk aptur mikla innlenda vöru, er hann sendi skipið aptur með til Kaupmannahafnar um haustið; landsmenn undu vel kaupunum og lánardrottnar fjelagsins skilsemi þess. Þó að fjelagið yrði að gjalda mjög dýra leigu af vörunum, hafði það þó talsverðan á- góða af verzlun sinni. Fjelagið er nú í allmiklum uppgangi, og fjölga fjelagsmenn óðum, en það eru bæði þingeyingar og Eyfirðingar, og enn fremur nokkrir Skagfirðingar. Fjelagið hefur keypt 0 d d e y r i við Eyjafjörð fyrir verzlunarstað. Annað hið merkasta af þessum verzlunarfjelögum er fjelagsverzl- unin við Húnaflóa, er almennt er nefnd Borðeyrarfjelagið; af framkvæmdum þessa fjelags næstliðið ár er það að segja, að kaupstjóri þess, verzlunarmaður Pjetur Eggerz, fór utan um haustið 1870 til Iíaupmannahafnar og Björgvinar; tók hann skip á leigu í Björgvin, og fjekk á það vörur að láni hjá hinu ís- lenzka verzlunarsamlagi, er þar er, gegn veði i húsum þeim, er

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.