Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Page 33

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Page 33
ATVINNUVEGIR. 33 fjelagið á á Borðeyri, og vöruloforðum íslendiuga; hann kom út á Borðeyri í júnírnánuði, tók þegar til að verzla, og gekk það mjög greiðlega; fór hann aptur utan um sumarið með ís- lenzkar vörur, og ætlaði að fá vörur að nyju lil haustverzlunar; fjekk hann að vísu vörurnar, en eigi skip til að flytja þær, með þvi að þá var orðið mjög áliðið sumars; að þessu varð nokk- ur hnekkir fyrir verzlunina, en eigi að síður eflist þó fjelagið injög, því að auk Húnvetninga, sem eru í fjelaginu og eru sífeilt að fjöiga, hafa Skagfirðingar einnig gengið í það. Fjelagið hefur keypt tvo verzlunarstaði, B o r ð e v ri við Hrúta- fjörð og Grafarós við Skagafjörð. Fjelag manna á Isa- f i r ð i gjörði einnig tilraun til að reka sjálft verzlun sína og fá vörur, en það heppnaðist eigi að svo komnu. Fjelag mannaá Breiðafirði gjörði út skip og sendi til Björgvinar með farm af íslenzkri vöru, og fjekk aptur farm af útlendri vöru til að verzla með á íslaudi; gekk sú verzlun allvel. Fj elag manna í Reyk javfk gjörði einnig tilraunir til fœrandi verzlunar, sem heppnuðust vel. Öll þessi verzlunarsamtök íslendinga hafa borið góðan árangur, og það svo að furðu gegnir, þegar litið er til hins skamma tíma, er þau hafa staðið enn; þau hafa eigi að eins bœttmjög verðlag á vör- um, og aukið þannig beinlínis efnahag landsbúa, heldur einnig rekið þá til framkvæmda og vakið hjá þeim þann fjelagsanda, þor og þrótt, er eigi hefur borið á um margar aldir. Hið i s 1 e n z k a verzlunarsamlag í Björgvin hefur haldið uppi verzlun sinni á íslandi næstliðið ár, og verzlað í Reykjavík, Hafnarfirði og Stykkishólmi; hafa margir menn úr mörgum sveitum sótt verzlanir þessar, og þótt þær vel reynast. Enn fremur sendi fjelag þetta lausakaupmann á Seyðisfjðrð til að verzla þar, eptir áskorun Auslfirðinga. Aðalverzlun íslendinga var enn sem fyrri næstliðið ár mestmegnis við danska kaupmenn; gekk hún hvervetna í greiðara lagi, og voru verzlunarsamtök landsmanna aðal- orsökin til þess. Einnig studdi það mjög verzlunina, að sigl- ingar kaupfara gengu vel, þar eð hvorki tálmuðu ísar nje andviðri; að eins þrjú kaupför strönduðu við strendur íslands næstliðið ár: saltskip í Grindavík 24. sept., saltskip í Yogavík 28. okt. og skip með ýmsar vörur á Grundarfirði 31. okt.; enn fremur strandaði hákarlaskip eitt, er flytja átti kornvöru frá Eski-

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.