Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Síða 39

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Síða 39
MENNTUN. 39 rið háskólann í Kaupmannahöfn næstliðið ár; próf í heim- speki tóku 3, og fengu allir fyrstu einkunn, en embættispróf tók enginn þar á þessu tímabili. Að því er snertir menntun kvenna á íslandi, þá er það kunnugt, að hún hefur mjög verið vanrœkt fram að síðustu tímum; úr þessu hefur nokkuð verið bœtt hin síðustu ár á ýmsan hátt, en að stofna skóla handa kvennfólki hefur eigi þótt tiltökumál; það þótti þvi nýlunda, er lieldri konur nokkrar i Reykjavík sendu næstliðið ár ávarp til landsmanna, er fór þess á leit, að landsmenn skytu saman til að koma á kvenna- skóla i Reykjavík, þar er kenna mætti ungum stúlkum nauð- synlegustu kvennleg störf, almennustu frceðigreinir og hvers kyns listir og háttprýði; en landsmenn sinntu þessu litlu að svo stöddu. Næstliðið ár hefur þrifnaður farið vaxandi í ýmsum greinum, og ýmislegt verið gjört, er horfir til híbýlabóta, þó að slíkt sje allt í smáum stýl; til híbýiabóta má það telja, að húsakynni hafa á ýmsum stöðum verið bœtt, teknir upp ofn- ar, olíulampar, klukkur og annað því um líkt, er hingað til hefur verið fátítt á íslandi; allt slíkt hefur talsverð áhrif til bóta á menntun þjóðlífsins, og má því kalla það framför í menntunarlegu tilliti. Enn fremur hefur fjelagsskapur allmikið aukizt og farið i vöxt; auk hinna ýmsu fjelaga, sem áður voru stofnuð, hafa enn verið stofnuð nokkur næstliðið ár; sum þeirra snúa sjer að atvinnuvegunum, svo sem búnaðarfjelög og verzlunarfje- lög, en sum aptur beinlínis að menntum og íþróttum, svo sem söngfjelög, skotmannafjelög o. s. frv. Um framkvæmdir fjelaga þessara er enn lítt kunnugt, enda eru þau flest ung og óreynd; en fyrir þvi má gjöra ráð, að í hverja átt sem þau stefna, og hvort sem þau verða í meiri eða minni blóma, þá muni þau þó öll hafa einhver menntandi áhrif á þjóðina, hvert á sinn hátt. Næstliðið ár hefur og ýmislegt verið gjört, er miðar til skemmtana; en eins og öllu gamni fylgir nokkur alvara, þannig hafa skemmtanir þessar eigi að eins skemmt, heldur og haft ýmisleg lífgandi og menntandi áhrif, og að því leyti jafn- framt verið beinlínis nytsamar. Meðal skemmtana þessara má einkum nefna sjónarleiki þá, er leiknir voru í latínuskólan-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.