Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 40
40
MENNTUN.
um f jólaleyfina; leikir þessir voru 2, og höfðu skólapiltar samið
þá, annan þeirra sá, er Ólafur Björnsson heitir, en hinn sá, er
Indriði Einarsson heitir; leikir þessir voru vel leiknir og þótti hin
bezta skemmtun að. Leikur Indriða, er «Nýársnótt» hjet, þótti
og lýsa eigi iítilli skáldskapargáfn hjá jafnungum höfundi. Enn
fremur var á Grund í Eyjafirði leikinn leikur á sumardaginn fyrsta,
og hafði samið hann bóndi einn í Eyjafirði, að nafni Ari Jóns-
son ; leik þennan sóttu margir og þótti góð skemmlun. Geta
má og um ál faf 1 u t n i n g, er stúdentar og skólapiltar ljeku á
gamlárskveld á tjörninni við Reykjavík. Slíkur leikur hafði aldrei
verið ieikinn þar fyr, og varð hann bœjarbúum að góðri skemmt-
un. Að því er snertir aðrar alþjóðlegar skemmtanir, þá er ekkert
af þeim að segja.
Ritað í marzmánuði 1872.