Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Síða 10

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Síða 10
12 Árferð. og mátti vorið heita hið ákjósanlegasta. En á austurlandi og útkjálkasveitum norðan og vestan hjeldust hagleysur nokkru lengur, þó að tíðin væri par og fremur mild, eða fram í góu- lok, mest sökum sífelldra áfreða og skakviðra. A Gvöndardag, 16. marz, gerði t. d. svo mikla ísing í Skaptafellssýslu, að menn póttust eigi muna aðra slíka. En með einmánaðar komu skipti um í tvö horn og kom öndvegistíð einnig í pessar sveit- ir landsins; á Ströndum kotn t. d. aldrei frost eptir 23. apríl. Mátti veturinn pví heita góður yfir höfuð; frost voru jafnan lítil, einna mestur kuldi varð 16'i E. f>ó urðu innistöður fjár eigi alllitlar, par sem lömbum og ám sumstaðar var gefið full- ar 22 vikur alls á vetrinum, enda var almenningur víða á austurlandi og útkjálkum landsins orðinn gjörsamlega heylaus, er batinn kom, og eigi annað sýnilegra, en að fellir hefði orðið. Sumstaðar á Mýrum og í Borgaríirði var mönnum ekki farið að lítast á blikuna pegar um nýársleytið og fækkuðu á fóðrum hjá sjer. í Suðurmúlasýslu sunnan Breiðdalsheiðar og í Skaptafellssýslu var allur porri bænda alveg heylaus orð- inn um og fyrir sumarmál og höfðu skorið af heyjum, t. d. Alptfirðingar, pegar í lok febrúarm., en fellir varð pó enginn, svo að orð sje á gerandi. Yorið var hið bezta um land allt, bitar miklir (15—20» R.) og sífelldir sunnanvindar og blíð- viðri með skúrum svo miklum og tíðum fram yiir messur, einkum á vesturlandi og austurlandi, að vandkvæði nokkur urðu á purkun eldiviðar, fiskjar og öðrum vorverkum fyrir pá sök. Um miðjan júlím. brá aptur til purrviðra og hjelzt nú hjer bezta heyskapartíð um land allt fram í miðjan septem- berm.; gerði pá (17. sept.) enn snjóhret nokkurt með allmiklu frosti, er náði að kalla um land allt og stóð nokkra daga; snjóaði pá ofan í sjó, en tók bráðum upp aptur og komu nú blíðviðri með köflum og drjúgar rigningar, en snjó festi ekki í sveitum að kalla fyr en um miðjan nóvemberm., en tíð frem- ur óstöðug, optast suðvestan, hvassviðri stundum mikil og var ekki laust við að tjón hlytist af. Lömb voru víðast hvar ekki tekin á gjöf fyr en um miðjan penna mánuð og sumstaðar síðar; var snjór lítill til ársloka, einkum í vestursveitum norð- anlands, par sem optar var alauð jörð í byggðum; en sunnan- lands og vestan var veðrátta undir árslokin allt stirðari, sífelld-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.