Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Side 21

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Side 21
Menntun og menning. 23 að mikill porri menntamanna í höfuðstaðmim fór að gefa þessum málutn meiri gaum en áður og var almennur málfund- ur haldinn 23. nóv. til þess að ræða um þes-d mál, einkum ræðu 6. P., er þá var prentuð; umræðurnar voru og prentaðar skömmu síðar. — 13. apríl sagði Klemens Jónsson sögu «Jör- undar hundadagakonungs.» — 13. júlí talaði Hafsteinn Pjet- ursson langt erindi um danska skáldið Oehlenschláger. - - 21. des. talaði W. 6. S. Paterson um efnasamsetning loptsins og gerði áheyrendunum um leið málið ljóst með efnafræðislegum tilraunum. Pyrir ýmsum skemmtunum í Rvík gekkst sem fyrri þorlákur 0. Johnson, kaupmaðurog hrókur alls fagnaðar tfyrir fólkið■■ í höfuðborginni; þess skal og getið honum til lofs, að hann gaf tvívegis fátæku fólki kost á að vera við myndasýn- ingar sínar, söguupplestur o. s. frv., í fyrra skiptið nær 250 fullorðnum mönnum, og síðara skiptið nálægt 400 börnum. — 1 Reykjavik voru og leiknir í febr. og marz nokkrum sinnum 4 gamanleikir; «Kox og Box,» «Sá er ekki feiminn.» «Pá er jeg næstur* (allir úr ensku), og «Sambýlisfólkið» (úr dönsku). A Sauðárkrók var og um sama leyti leikinn «Skugga-Sveinn» og nokkrir gamanleikar eptir útlenda höfunda. Slysfarir. Skipbrot og fjártjón. Manntjón af slysum. SjálfsmorS. Skipbrot og fjártjón. Sökum þess, að tíð var venjulega hagstæð þetta árið og sjaldan kom aftakaveður, urðu skipreik- ar og fjemissur á sjó og landi með minnsta móti. Skal hjer getið þeirra slysa, sem helzt eru kunn orðin. í jan. týndist smáskúta ein, Scejari, frá Stykkishólmi, eign H. A. Clausens, á leið frá Reykjavík með matvöru til Ólafs- víkur, lagði út frá Rvík 21. jan. og hreppti hörð veður; rak flak af skipinu skömmu síðar undir Jökli og skutinn í Bjarn- eyjum; formaður var Guðjón Jónsson frá Hergilsey, en einn hinna var Jón, elzti sonur Bjarna bónda þórðarsonar á Reyk- hólum. Parþegi var á skipinu, er Lárus hjet, á heimleið úr betruparbúsinu { Ryfk; 5 menn ljetust alls. í ofsaveðrinu

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.