Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 23

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 23
Slysfarir. 25 nm og Brekku (60 fjár), í þistilfirði á Flutningsfelli (40 fjár) og Ytra-Ábandi (25 fjár). — 27. s. m. braut skonnortuna «Holger*, eign H. A. Clausens í Khm., í spón við Gullskriðu- bala á Stigahlíð við ísafjarðardjúp; mestur hluti farmsins, 650 skpd. af saltfiski, ónýttist. Skipstjóri H. P. N. Ibsen og ung- lingur fórust við skipið, en 5 skipverjar komust á land og dóu 2 þeirra síðar. — 8. des. sleit upp á Reykjavíkurhöfn kaup- skipið <Maríu» frá Flatey, eign verzlunar Jóns sál. Guðmunds- sonar, og braut við Eiðsgranda á Seltjarnarnesi; beið hjer byrj- ar til Noregs; skipstjóri var Bjarni Vigfús Thorarensen og skip- verjar allir íslenzkir; manntjón varð ekki. 17. s. m. um morg- uninn, er bjart var orðið, braut meir eða minna að minnsta kosti 9 hús á Búðareyri og Fjarðaröldu á Seyðisfirði, öll norsk; 2 húsin sópuðust í sjó fram með öllu, sem í var. Engin pess- ara húsa voru íbúðarhús. — Á Porláksinessu 23. s. m. um miðjan dag brann allur bærinn á Hjaltabakka í Húnavatns- sýslu til kaldra kola á tæpum 2 klukkustundum; eldurinn hafði kviknað í ofnpípu og læst sig í pak yfir bæjardyrum, svo að eigi varð við ráðið. Rúmfatnaði, klæðum og reiðskap mestöll- um varð bjargað. Manntjón. 23. jan. varð bráðkvaddur í rúmi sínu Eggert verzlunarmaður Snorrason, lieitins verzlunarstjóra á Siglufirði, Pálssonar, rúmlega tvítugur. 24. s. m. drukknuðu 3 menn á Kólkuósi í Skagafirði, Magnús Gíslason, bóndi, og j>orleifur húsmaður, frá Grafargerði, og Guðmundur nokkur frá Grafarósi. Náðist 1 peirra með lífsmarki á kili, en dó síðan. S. d. varð úti í hríðarbyl kvennmaður, Ólöf Jónsdóttir, í Berserkjahrauni milli Bjarnarhafnar og Kóngsbakka; fór ölvuð, að sögn, af stað frá Kóngsbakka, og hafði með sjer brennivíns- flösku. — 23. febr. hrapaði Finnur nokkur Jónsson frá Ham- arsseli í Hamarsdal í Álptafirði og beið bana af; fannst síðar. Síðast í s. m. drukknaði kona í læk í Landeyjum. — 28. marz drukknuðu 2 menn í Haukadalsvatni í Dölum, Jón bóndi Bene- diktsson frá Vörðufelli og Jónas Jónasson bóndi frá Ketilsstöðum í Hörðudal. — 17. apríl drukknaði í Ögurhreppi j>órður nokk- ur Örnólfsson, vinnumaður frá Garðsstöðum; var við kúfisks- töku með öðrum manni; hinum varð bjargað. 30. s. m. varð Finnbogi nokkur Finnbogason (ættaður úr Húnavatnssýslu) úti

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.